Innlent

Lundastofninn að hverfa

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lítið er af lundapysjum í Vestmannaeyjum í ár. Mynd/ Hari.
Lítið er af lundapysjum í Vestmannaeyjum í ár. Mynd/ Hari.
Ef áfram heldur sem horfir mun lundastofninn í Vestmannaeyjum hverfa á næstu árum, segir Erpur Snær Hansen líffræðingur. Ástæðan er algert hrun í sandsílatofninum.

Lundastofninn á Íslandi er sá stærsti í heimi og langflestir fuglarnir eru í Vestmannaeyjum. Lundapysjutímabilið hefst vanalega í byrjun ágúst. Þá yfirgefa pysjurnar holur sínar og fá oft hjálp frá alúðlegum Vestmannaeyingum sem hjálpa þeim út að sjó þar sem þær finna æti.

Erpur segir hins vegar að núna séu nánast engar pysjur í Vestmannaeyjum. „Við kíktum í hundruð hola og það var allt tómt. Þetta hefur aldrei verið svona svakalega lítið," segir Erpur. Undanfarið hafi verið fuglar í svona 10 - 20% af holunum en nú sé nánast ekkert.

Erpur segir að fleiri ríki hafi orðið fyrir því að lundastofninn hafi horfið. „Í Noregi gerðist þetta 1979. Þeir horfðu upp á þetta í 20 ár eða hátt í 30," segir Erpur. Margt sé líkt með því sem sé að gerast í Vestmannaeyjum og hafi gerst í Noregi.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.