Innlent

Allt tiltækt lið slökkviliðsins kallað að Skeifunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Allt tiltækt lið slökkviliðsins var kallað að Hagkaup í Skeifunni um klukkan átta í kvöld. Grunur lék á að eiturefni, líklegast freon, hefði lekið um. Fljótlega kom í ljós að um minniháttar leka var að ræða og voru allir bílar slökkviliðsins afturkallaðir fyrir utan einn. Verið er að loftræsta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×