Innlent

Vladimir Ashkenazy: Skynsamleg ákvörðun

Vladimir Ashkenazy stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar Harpa verður opnuð 4. maí að ári.
Vladimir Ashkenazy stjórnar Sinfóníuhljómsveit Íslands þegar Harpa verður opnuð 4. maí að ári.

Þýska tímaritið Zeita birti viðtal við Vladimir Ashkenazy á þriðjudag, þar sem hann var spurður út í tónlistarhúsið Hörpu.

Hann er spurður hvers vegna hann hafi árum saman barist fyrir byggingu tónlistarhúss í Reykjavík og hvaða áhrif fjármálakreppan hafi haft á verkefnið:

„Árið 1984 stjórnaði ég tónleikum Fílharmoníusveitar Lundúna í Reykjavík – í íþróttahúsi! Alvöru tónlistarsalur var þá ekki til þar. Fyrir tónlistarfólkið var þetta hræðileg reynsla vegna lélegs hljómburðar. Þau ákváðu þess vegna að hefja baráttu fyrir byggingu tónlistarhúss í borginni. Í febrúar 1985 héldum við síðan góðgerðatónleika/stuðningstónleika í London, sem Karl Bretaprins og Díana, þáverandi eiginkona hans, mættu á. Að vísu liðu síðan mörg ár þangað til verkið fór raunverulega af stað. Nú er svo komið að vinnunni er nánast lokið, húsið verður opnað í maí næstkomandi. Ég mun flytja níundu sinfóníu Beethovens ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands.

[...] Einkafjármagnarar hafa allir stokkið frá borði. Stjórnvöld tóku síðan að sér alla fjármögnun. Það var skynsamleg ákvörðun. Hefðu þau stöðvað verkið og haldið áfram seinna þá hefði allt orðið miklu dýrara. Ég met mikils þessa afstöðu stjórnarinnar á þessum tímum. Fórnir hafa verið færðar í menningunni á öðrum stöðum. Vitaskuld hafa verið mótmæli frá fólki sem fór illa út úr kreppunni.“



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×