Eyjamenn vilja fleiri ferðir Herjólfs 25. ágúst 2010 04:00 Herjólfur Landeyjahöfn hefur dregið gríðarlegan fjölda ferðamanna til Eyja. Fyrir kemur að heimamenn komist ekki með skipinu um helgar vegna ásóknar ferðamanna.Fréttablaðið/Arnþór Vestmanneyingar vilja að ferðum Herjólfs milli Eyja og Landeyjahafnar verði fjölgað. Einungis er mánuður frá því að ný Landeyjahöfn var tekin í notkun og ferðum var fjölgað verulega en bæjarstjóri Vestmannaeyja segir að skipið anni ekki eftirspurn að óbreyttu. Um síðustu mánaðamót gekk í gildi ný Evrópureglugerð sem leiðir til þess að Herjólfi er nú aðeins leyfilegt að flytja 399 farþega í hverri ferð í stað 520 farþega áður, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Síðastliðinn mánuð hafa 60.000 farþegar siglt milli lands og Eyja. Allt árið á undan voru farþegarnir 127.000 talsins á tólf mánuðum. Farþegafjöldinn síðasta mánuð jafngildir því helmingi farþegafjölda alls síðasta árs. „Skipið ber ekki nóg til að núverandi áætlun dugi,“ segir Elliði. „Það er eingöngu ein leið fær og það er að fjölga ferðum.“ Nú eru farnar þrjár til fimm ferðir daglega, flestar um helgar en fæstar í byrjun viku. Næsta laugardag á 300 manna hópur pantað far með fyrstu ferð dagsins, að sögn Elsu Valgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Golfklúbbs Vestmannaeyja. Þetta leiðir til þess að 100 manna hópur sem var búinn að panta rástíma á Golfvelli Vestmannaeyja að morgni laugardagsins kemst ekki út í Eyjar. Elsa segir að það sé bagalegt fyrir ferðaþjónustuaðila í Eyjum hve seint siglingar skipsins hefjist um helgar. Fyrsta ferð er klukkan níu um helgar en klukkan hálfátta virka daga. Best væri að ferðir væru á sama tíma um helgar og virka daga. Elliði segir að Eyjamenn vilji bara að ferðirnar anni eftirspurn, ekkert umfram það. „Orðræðan í gegnum tíðina hefur verið sú að siglingar Herjólfs séu eitthvert einkamál okkar Eyjamanna. Nýtingartölur fyrsta mánuðinn eftir að Landeyjahöfn kom til sýnir að notendurnir eru í hverfandi mæli Eyjamenn. Þessir 60.000 farþegar eru að mestu leyti Íslendingar sem eru að nota skipið sér til skemmtunar og ánægju.“ „Ég er mjög bjartsýnn á að við fáum aukaferð á laugardag,“ segir bæjarstjórinn. „Og ég er bjartsýnn á að samgönguyfirvöld komi til móts við okkur og sjái að það er brýn þörf á að endurskoða áætlunina.“ peturg@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira
Vestmanneyingar vilja að ferðum Herjólfs milli Eyja og Landeyjahafnar verði fjölgað. Einungis er mánuður frá því að ný Landeyjahöfn var tekin í notkun og ferðum var fjölgað verulega en bæjarstjóri Vestmannaeyja segir að skipið anni ekki eftirspurn að óbreyttu. Um síðustu mánaðamót gekk í gildi ný Evrópureglugerð sem leiðir til þess að Herjólfi er nú aðeins leyfilegt að flytja 399 farþega í hverri ferð í stað 520 farþega áður, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Síðastliðinn mánuð hafa 60.000 farþegar siglt milli lands og Eyja. Allt árið á undan voru farþegarnir 127.000 talsins á tólf mánuðum. Farþegafjöldinn síðasta mánuð jafngildir því helmingi farþegafjölda alls síðasta árs. „Skipið ber ekki nóg til að núverandi áætlun dugi,“ segir Elliði. „Það er eingöngu ein leið fær og það er að fjölga ferðum.“ Nú eru farnar þrjár til fimm ferðir daglega, flestar um helgar en fæstar í byrjun viku. Næsta laugardag á 300 manna hópur pantað far með fyrstu ferð dagsins, að sögn Elsu Valgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Golfklúbbs Vestmannaeyja. Þetta leiðir til þess að 100 manna hópur sem var búinn að panta rástíma á Golfvelli Vestmannaeyja að morgni laugardagsins kemst ekki út í Eyjar. Elsa segir að það sé bagalegt fyrir ferðaþjónustuaðila í Eyjum hve seint siglingar skipsins hefjist um helgar. Fyrsta ferð er klukkan níu um helgar en klukkan hálfátta virka daga. Best væri að ferðir væru á sama tíma um helgar og virka daga. Elliði segir að Eyjamenn vilji bara að ferðirnar anni eftirspurn, ekkert umfram það. „Orðræðan í gegnum tíðina hefur verið sú að siglingar Herjólfs séu eitthvert einkamál okkar Eyjamanna. Nýtingartölur fyrsta mánuðinn eftir að Landeyjahöfn kom til sýnir að notendurnir eru í hverfandi mæli Eyjamenn. Þessir 60.000 farþegar eru að mestu leyti Íslendingar sem eru að nota skipið sér til skemmtunar og ánægju.“ „Ég er mjög bjartsýnn á að við fáum aukaferð á laugardag,“ segir bæjarstjórinn. „Og ég er bjartsýnn á að samgönguyfirvöld komi til móts við okkur og sjái að það er brýn þörf á að endurskoða áætlunina.“ peturg@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Sjá meira