Innlent

Fundu talsvert magn af fíkniefnum í Vestmannaeyjum - tveir handteknir

Frá Vestmannaeyjum
Frá Vestmannaeyjum
Lögreglan í Vestmannaeyjum fann nýverið talsvert magn af ætluðum fíkniefnum. Tveir aðilar voru handteknir vegna málsins og yfirheyrðir af lögreglu. Annar aðilinn viðurkenndi að vera eigandi hinna ætluðu fíkniefna, hluti þeirra er grunaður að vera til sölu.

Lögreglan í Vestmannaeyjum hafði í nógu að snúast í síðustu viku enda töluverður fjöldi fólks í bænum vegna Goslokahátíðarinnar. Mikil ölvun var meðal gesta á hátíðinni og þurfti lögregla að aðstoða nokkra sökum þess hversu ölvaðir þeir voru. Þá fengu þrír aðilar á sig kæru fyrir að vera með óspektir í bænum.

Ein líkamsárás var kærð til lögreglunnar um síðustu helgi. Tveir aðilar voru eitthvað ósáttir og endaði það með því að annar þeirra skallaði hinn í nefið svo á því sá. Ekki er vitað fyrir víst hvort að hann hafi nefbrotnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×