Innlent

Mannréttindi og öryggi skert

Myndin er úr safni og tengist ekki fréttini beint.
Myndin er úr safni og tengist ekki fréttini beint.

Persónuvernd leggst gegn áformum heilbrigðisráðuneytisins um að leggja að mestu af aðkomu stofnunarinnar að leyfisveitingum til aðgangs að sjúkraskrám.

Frumvarpsdrög frá ráðuneytinu gera ráð fyrir því að verulega verði dregið úr opinberu eftirliti með framkvæmd vísindarannsókna þar sem unnið sé með viðkvæmar persónuupplýsingar.

„Reynslan af núverandi fyrirkomulagi við leyfisveitingar vegna vísindarannsókna á heilbrigðissviði er góð og ekkert liggur fyrir um hvers vegna þurfi að draga úr mannréttindum á þessu sviði. Verði drögin að lögum er hætta á að öryggi borgaranna skerðist og að einkalífsvernd verði fyrir borð borin," segir í umsögn Persónuverndar. - gar





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×