Innlent

Öllu flugi frestað fram yfir hádegi

Reykjavíkurflugvöllur. Öllu flugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað fram yfir hádegi.
Reykjavíkurflugvöllur. Öllu flugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað fram yfir hádegi.
Öllu flugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað fram yfir hádegi, vegna eldfjallaösku í lofti. Athugað verður nánar með flug upp úr klukkan eitt. Flugfélagi Ernir hefur líka frestað öllu sínu morgunflugi, sem átti að vera til Sauðárkróks, Hafnar og Bíldudals. Aðstæður verða endurmetnar í hádeginu.

Þá fara horfur á flugi um Keflavíkurflugvöll versnandi af sömu ástæðum. Bæði Icelandair og Iceland Express brugðust við því strax í gærkvöldi með því að flýta brottför morgunvéla félaganna og fóru fjórar vélar í loftið klukkan fjögur og tvær klukkan sex. Á þessari stundu er óljóst hvort vélar til landsins síðar í dag geta lent á Keflavíkurflugvelli, eða hvort þeim verður beint til Akureyrar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×