Öllu flugi Flugfélags Íslands hefur verið frestað fram yfir hádegi, vegna eldfjallaösku í lofti. Athugað verður nánar með flug upp úr klukkan eitt. Flugfélagi Ernir hefur líka frestað öllu sínu morgunflugi, sem átti að vera til Sauðárkróks, Hafnar og Bíldudals. Aðstæður verða endurmetnar í hádeginu.
Þá fara horfur á flugi um Keflavíkurflugvöll versnandi af sömu ástæðum. Bæði Icelandair og Iceland Express brugðust við því strax í gærkvöldi með því að flýta brottför morgunvéla félaganna og fóru fjórar vélar í loftið klukkan fjögur og tvær klukkan sex. Á þessari stundu er óljóst hvort vélar til landsins síðar í dag geta lent á Keflavíkurflugvelli, eða hvort þeim verður beint til Akureyrar.
Öllu flugi frestað fram yfir hádegi
