Innlent

Systir Hannesar: „Þykist saklaus af því að stinga bróður okkar“

Aðalmeðferð í máli Gunnar Rúnars hefst 7. febrúar. Dómari úrskurðar síðar um hvort hann telur Gunnar Rúnar sakhæfan.
Aðalmeðferð í máli Gunnar Rúnars hefst 7. febrúar. Dómari úrskurðar síðar um hvort hann telur Gunnar Rúnar sakhæfan.

Fjölskylda Hannesar Þórs Helgasonar fagnar því að þinghald yfir Gunnari Rúnari Sigurþórssyni verði opið. Systur Hannesar og faðir hans voru í Héraðsdómi Reykjaness þegar málið var tekið fyrir nú um hádegið.



Geðlæknar sem framkvæmdu yfirmat komust að sömu niðurstöðu og læknar sem framkvæmdu undirmat, að Gunnar Rúnar væri ekki sakhæfiur. Kristín Helgadóttir, systur Hannesar, segir óskiljanlegt í ljósi þessa samhljóða álits geðlækna að Gunnar Rúnar geti mótmælt bótakröfu unnustu Hannesar „.. en þykist síðan vera saklaus af því að stinga bróður okkar tuttugu sinnum," sagði hún.



Faðir Hannesar, Helgi Vilhjálmsson, kenndur við Góu, hafði sig lítið í frammi og virtist bugaður maður. Systur Hannesar sögðu í samtali við blaðamann að þeim fyndist það mikið réttlæti að þinghaldið yrði opið. Eins og Vísir greindi frá hefst aðalmeðferð þann 7. febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×