Ný framboð skapa óvissu 29. maí 2010 08:00 Fólk vill breytingar í kosningunum, ný framboð skapa óvissu og forspárgildi skoðanakannanna er lítið að mati stjórnmálafræðinga. „Þar sem ný framboð bjóða fram fá þau fylgi. Annars staðar eru það flokkar sem eru í minnihluta, hvort sem þeir eru vinstri flokkar eða hægri, sem virðast verða sigurvegarar kosninganna," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins er meirihluti fallinn í sjö af níu stærstu sveitarfélögum landsins. Einar Mar segir hátt hlutfall óákveðinna í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins vísbendingu um að fleiri eigi eftir að gera upp hug sinn en vanalega. Íslenskar kosningarannsóknir hafa sýnt að um 15 prósent kjósenda gera upp hug sinn á kjördag. Hið minnsta munu því 34 þúsund kjósendur gera upp hug sinn í dag en tæplega 226 þúsund eru á kjörskrá. Í Reykjavík eru tæplega 86 þúsund á kjörskrá og því hið minnsta tæp þrettán þúsund sem gera upp hug sinn í dag. Um 7.600 manns höfðu kosið utankjörfundar í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær en tæplega 12 þúsund fyrir fjórum árum. Lítil þáttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu og dauflega kosningabarátt eru vísbendingar um að kjörsókn verði minni en áður. Stjórnmálafræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að spá um niðurstöðurnar ekki síst í Reykjavík. „Nú getur maður ekkert sagt um forspárgildi [skoðanakannana] því Besti flokkurinn er svo sérstakur. Við höfum enga reynslu af sambærilegum flokkum, það að hann mælist með tæplega 40 prósenta fylgi rétt fyrir kosningar eru augljós skilaboð um mótmæli kjósenda gegn fjórflokknum en hvort að þau skili sér alla leið í kjörklefann er ómögulegt að segja. Það ræðst af því hversu reiðir kjósendur eru, hvort þeir fara í kjörklefann og kjósa Besta flokkinn eða skipta yfir í þann flokk sem þeir hefðu kosið annars, eða sitja heima," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Fyrir fjórum árum var meðalfrávik síðustu Fréttablaðskönnunar í Reykjavík fyrir kosningar tæp tvö prósent. Alls eru 2.846 í framboði í dag. Kosið verður í 72 af 76 sveitarfélögum landsins, sjálfkjörið er í fjórum. Kjörfundur hefst víðast hvar klukkan níu. - sbt sjá síður 6, 10 og 16. Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Fólk vill breytingar í kosningunum, ný framboð skapa óvissu og forspárgildi skoðanakannanna er lítið að mati stjórnmálafræðinga. „Þar sem ný framboð bjóða fram fá þau fylgi. Annars staðar eru það flokkar sem eru í minnihluta, hvort sem þeir eru vinstri flokkar eða hægri, sem virðast verða sigurvegarar kosninganna," segir Einar Mar Þórðarson stjórnmálafræðingur. Samkvæmt könnunum Fréttablaðsins er meirihluti fallinn í sjö af níu stærstu sveitarfélögum landsins. Einar Mar segir hátt hlutfall óákveðinna í nýjustu skoðanakönnun Fréttablaðsins vísbendingu um að fleiri eigi eftir að gera upp hug sinn en vanalega. Íslenskar kosningarannsóknir hafa sýnt að um 15 prósent kjósenda gera upp hug sinn á kjördag. Hið minnsta munu því 34 þúsund kjósendur gera upp hug sinn í dag en tæplega 226 þúsund eru á kjörskrá. Í Reykjavík eru tæplega 86 þúsund á kjörskrá og því hið minnsta tæp þrettán þúsund sem gera upp hug sinn í dag. Um 7.600 manns höfðu kosið utankjörfundar í Reykjavík um kvöldmatarleytið í gær en tæplega 12 þúsund fyrir fjórum árum. Lítil þáttaka í utankjörfundaratkvæðagreiðslu og dauflega kosningabarátt eru vísbendingar um að kjörsókn verði minni en áður. Stjórnmálafræðingar sem Fréttablaðið ræddi við telja erfitt að spá um niðurstöðurnar ekki síst í Reykjavík. „Nú getur maður ekkert sagt um forspárgildi [skoðanakannana] því Besti flokkurinn er svo sérstakur. Við höfum enga reynslu af sambærilegum flokkum, það að hann mælist með tæplega 40 prósenta fylgi rétt fyrir kosningar eru augljós skilaboð um mótmæli kjósenda gegn fjórflokknum en hvort að þau skili sér alla leið í kjörklefann er ómögulegt að segja. Það ræðst af því hversu reiðir kjósendur eru, hvort þeir fara í kjörklefann og kjósa Besta flokkinn eða skipta yfir í þann flokk sem þeir hefðu kosið annars, eða sitja heima," segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði. Fyrir fjórum árum var meðalfrávik síðustu Fréttablaðskönnunar í Reykjavík fyrir kosningar tæp tvö prósent. Alls eru 2.846 í framboði í dag. Kosið verður í 72 af 76 sveitarfélögum landsins, sjálfkjörið er í fjórum. Kjörfundur hefst víðast hvar klukkan níu. - sbt sjá síður 6, 10 og 16.
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira