Sveitarstjóri á Húsavík: Þetta er gleðidagur Valur Grettisson skrifar 25. nóvember 2010 14:24 Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings. Myndin er úr safni. „Fyrir það fyrsta þá er þetta er gleðidagur að sameiginlega matinu er lokið," segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, um niðurstöðu Skipulagsstofnunnar sem Vísir greindi frá í dag. Um er að ræða niðurstöðu Skipulagsstofnunnar um heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka. Þar segir að framkvæmdirnar muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. Þá verði umhverfisáhrifin óafturkræf. Bergur segir ekkert nýtt undir sólinni og niðurstaða Skipulagsstofnunnar bæti litlu sem engu við sem ekki var vitað fyrir. „Þarna er ekkert sem kemur á óvart. Við erum ánægðir með þetta enda tiltölulegar fáar athugasemdir sem við komum til móts við eins og unnt er," segir Bergur en Húsvíkingar eru sáttir við niðurstöðuna, þó hún sé heldur neikvæð. Bergur gagnrýnir hinsvegar harðlega hversu lengi stofnunin var að vinna álitið. „Þetta tók tvö ár og fjóra mánuði," segir Bergur og bætir bjartsýnn við: „En núna tekur við að skapa störf." Aðspurður um næsta skref segir Bergur að sveitarstjórnin bíði nú eftir því að lögð verði fram beiðni um framkvæmdarleyfi. Síðan tekur stjórnin afstöðu til hennar. Verði hún samþykkt er öðrum frjálst að kæra þá ákvörðun. Verði framkvæmdarleyfið veitt þá er sveitarstjórninni skylt að rökstyðja ákvörðun sína sérstaklega. Í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir: „Ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfis samkvæmt skipulags- og byggingarlögum fyrir matsskyldar framkvæmdir er kæranleg til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála innan mánaðar frá því að ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis liggur fyrir." Bergur segir engar slíkar beiðnir liggja fyrir. Aðspurður um álit Skipulagsstofnunnar um að 340 þúsund tonna álver sé of orkufrekt og ekki sjálfbært svarar hann því til að það sé ekkert sem segi að það sé ekki hægt að reisa 250 þúsund tonna álver. Hann bendir á að skipulagsstofnun hafi gert ráð fyrir stærsta möguleikanum. Spurður út í óhjákvæmileg náttúruspjöll segir Bergur að það sé ljóst að það muni ávallt verða spjöll á náttúrunni við framkvæmdir. „Þá skiptir engu hvort menn séu að leggja vegi að annað," segir Bergur. Hann bætir við að heimamenn viti vel hvað náttúran í kringum þá þoli. Þá áréttar hann að sveitarfélagið hafi rannsakað möguleikann á stóriðju í sveitinni í um tuttugu ár. Því sé ekki verið að ana að neinu. Aðspurður hvenær hægt verði að hefjast handa svarar Bergur því til að það sé ómögulegt að spá því í ljósi þess að engin hafi óskað eftir framkvæmdarleyfi. Hann býst þó við að einhverjar framkvæmdir, svo sem tilraunarborarnir, geti þegar hafist næsta sumar. Tengdar fréttir Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25. nóvember 2010 10:48 Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25. nóvember 2010 10:19 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
„Fyrir það fyrsta þá er þetta er gleðidagur að sameiginlega matinu er lokið," segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, um niðurstöðu Skipulagsstofnunnar sem Vísir greindi frá í dag. Um er að ræða niðurstöðu Skipulagsstofnunnar um heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka. Þar segir að framkvæmdirnar muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. Þá verði umhverfisáhrifin óafturkræf. Bergur segir ekkert nýtt undir sólinni og niðurstaða Skipulagsstofnunnar bæti litlu sem engu við sem ekki var vitað fyrir. „Þarna er ekkert sem kemur á óvart. Við erum ánægðir með þetta enda tiltölulegar fáar athugasemdir sem við komum til móts við eins og unnt er," segir Bergur en Húsvíkingar eru sáttir við niðurstöðuna, þó hún sé heldur neikvæð. Bergur gagnrýnir hinsvegar harðlega hversu lengi stofnunin var að vinna álitið. „Þetta tók tvö ár og fjóra mánuði," segir Bergur og bætir bjartsýnn við: „En núna tekur við að skapa störf." Aðspurður um næsta skref segir Bergur að sveitarstjórnin bíði nú eftir því að lögð verði fram beiðni um framkvæmdarleyfi. Síðan tekur stjórnin afstöðu til hennar. Verði hún samþykkt er öðrum frjálst að kæra þá ákvörðun. Verði framkvæmdarleyfið veitt þá er sveitarstjórninni skylt að rökstyðja ákvörðun sína sérstaklega. Í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir: „Ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfis samkvæmt skipulags- og byggingarlögum fyrir matsskyldar framkvæmdir er kæranleg til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála innan mánaðar frá því að ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis liggur fyrir." Bergur segir engar slíkar beiðnir liggja fyrir. Aðspurður um álit Skipulagsstofnunnar um að 340 þúsund tonna álver sé of orkufrekt og ekki sjálfbært svarar hann því til að það sé ekkert sem segi að það sé ekki hægt að reisa 250 þúsund tonna álver. Hann bendir á að skipulagsstofnun hafi gert ráð fyrir stærsta möguleikanum. Spurður út í óhjákvæmileg náttúruspjöll segir Bergur að það sé ljóst að það muni ávallt verða spjöll á náttúrunni við framkvæmdir. „Þá skiptir engu hvort menn séu að leggja vegi að annað," segir Bergur. Hann bætir við að heimamenn viti vel hvað náttúran í kringum þá þoli. Þá áréttar hann að sveitarfélagið hafi rannsakað möguleikann á stóriðju í sveitinni í um tuttugu ár. Því sé ekki verið að ana að neinu. Aðspurður hvenær hægt verði að hefjast handa svarar Bergur því til að það sé ómögulegt að spá því í ljósi þess að engin hafi óskað eftir framkvæmdarleyfi. Hann býst þó við að einhverjar framkvæmdir, svo sem tilraunarborarnir, geti þegar hafist næsta sumar.
Tengdar fréttir Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25. nóvember 2010 10:48 Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25. nóvember 2010 10:19 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25. nóvember 2010 10:48
Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25. nóvember 2010 10:19