Sveitarstjóri á Húsavík: Þetta er gleðidagur Valur Grettisson skrifar 25. nóvember 2010 14:24 Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings. Myndin er úr safni. „Fyrir það fyrsta þá er þetta er gleðidagur að sameiginlega matinu er lokið," segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, um niðurstöðu Skipulagsstofnunnar sem Vísir greindi frá í dag. Um er að ræða niðurstöðu Skipulagsstofnunnar um heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka. Þar segir að framkvæmdirnar muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. Þá verði umhverfisáhrifin óafturkræf. Bergur segir ekkert nýtt undir sólinni og niðurstaða Skipulagsstofnunnar bæti litlu sem engu við sem ekki var vitað fyrir. „Þarna er ekkert sem kemur á óvart. Við erum ánægðir með þetta enda tiltölulegar fáar athugasemdir sem við komum til móts við eins og unnt er," segir Bergur en Húsvíkingar eru sáttir við niðurstöðuna, þó hún sé heldur neikvæð. Bergur gagnrýnir hinsvegar harðlega hversu lengi stofnunin var að vinna álitið. „Þetta tók tvö ár og fjóra mánuði," segir Bergur og bætir bjartsýnn við: „En núna tekur við að skapa störf." Aðspurður um næsta skref segir Bergur að sveitarstjórnin bíði nú eftir því að lögð verði fram beiðni um framkvæmdarleyfi. Síðan tekur stjórnin afstöðu til hennar. Verði hún samþykkt er öðrum frjálst að kæra þá ákvörðun. Verði framkvæmdarleyfið veitt þá er sveitarstjórninni skylt að rökstyðja ákvörðun sína sérstaklega. Í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir: „Ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfis samkvæmt skipulags- og byggingarlögum fyrir matsskyldar framkvæmdir er kæranleg til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála innan mánaðar frá því að ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis liggur fyrir." Bergur segir engar slíkar beiðnir liggja fyrir. Aðspurður um álit Skipulagsstofnunnar um að 340 þúsund tonna álver sé of orkufrekt og ekki sjálfbært svarar hann því til að það sé ekkert sem segi að það sé ekki hægt að reisa 250 þúsund tonna álver. Hann bendir á að skipulagsstofnun hafi gert ráð fyrir stærsta möguleikanum. Spurður út í óhjákvæmileg náttúruspjöll segir Bergur að það sé ljóst að það muni ávallt verða spjöll á náttúrunni við framkvæmdir. „Þá skiptir engu hvort menn séu að leggja vegi að annað," segir Bergur. Hann bætir við að heimamenn viti vel hvað náttúran í kringum þá þoli. Þá áréttar hann að sveitarfélagið hafi rannsakað möguleikann á stóriðju í sveitinni í um tuttugu ár. Því sé ekki verið að ana að neinu. Aðspurður hvenær hægt verði að hefjast handa svarar Bergur því til að það sé ómögulegt að spá því í ljósi þess að engin hafi óskað eftir framkvæmdarleyfi. Hann býst þó við að einhverjar framkvæmdir, svo sem tilraunarborarnir, geti þegar hafist næsta sumar. Tengdar fréttir Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25. nóvember 2010 10:48 Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25. nóvember 2010 10:19 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
„Fyrir það fyrsta þá er þetta er gleðidagur að sameiginlega matinu er lokið," segir Bergur Elías Ágústsson, sveitarstjóri Norðurþings, um niðurstöðu Skipulagsstofnunnar sem Vísir greindi frá í dag. Um er að ræða niðurstöðu Skipulagsstofnunnar um heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka. Þar segir að framkvæmdirnar muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. Þá verði umhverfisáhrifin óafturkræf. Bergur segir ekkert nýtt undir sólinni og niðurstaða Skipulagsstofnunnar bæti litlu sem engu við sem ekki var vitað fyrir. „Þarna er ekkert sem kemur á óvart. Við erum ánægðir með þetta enda tiltölulegar fáar athugasemdir sem við komum til móts við eins og unnt er," segir Bergur en Húsvíkingar eru sáttir við niðurstöðuna, þó hún sé heldur neikvæð. Bergur gagnrýnir hinsvegar harðlega hversu lengi stofnunin var að vinna álitið. „Þetta tók tvö ár og fjóra mánuði," segir Bergur og bætir bjartsýnn við: „En núna tekur við að skapa störf." Aðspurður um næsta skref segir Bergur að sveitarstjórnin bíði nú eftir því að lögð verði fram beiðni um framkvæmdarleyfi. Síðan tekur stjórnin afstöðu til hennar. Verði hún samþykkt er öðrum frjálst að kæra þá ákvörðun. Verði framkvæmdarleyfið veitt þá er sveitarstjórninni skylt að rökstyðja ákvörðun sína sérstaklega. Í lögum um mat á umhverfisáhrifum segir: „Ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmda- og byggingarleyfis samkvæmt skipulags- og byggingarlögum fyrir matsskyldar framkvæmdir er kæranleg til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála innan mánaðar frá því að ákvörðun sveitarstjórnar um útgáfu framkvæmdaleyfis liggur fyrir." Bergur segir engar slíkar beiðnir liggja fyrir. Aðspurður um álit Skipulagsstofnunnar um að 340 þúsund tonna álver sé of orkufrekt og ekki sjálfbært svarar hann því til að það sé ekkert sem segi að það sé ekki hægt að reisa 250 þúsund tonna álver. Hann bendir á að skipulagsstofnun hafi gert ráð fyrir stærsta möguleikanum. Spurður út í óhjákvæmileg náttúruspjöll segir Bergur að það sé ljóst að það muni ávallt verða spjöll á náttúrunni við framkvæmdir. „Þá skiptir engu hvort menn séu að leggja vegi að annað," segir Bergur. Hann bætir við að heimamenn viti vel hvað náttúran í kringum þá þoli. Þá áréttar hann að sveitarfélagið hafi rannsakað möguleikann á stóriðju í sveitinni í um tuttugu ár. Því sé ekki verið að ana að neinu. Aðspurður hvenær hægt verði að hefjast handa svarar Bergur því til að það sé ómögulegt að spá því í ljósi þess að engin hafi óskað eftir framkvæmdarleyfi. Hann býst þó við að einhverjar framkvæmdir, svo sem tilraunarborarnir, geti þegar hafist næsta sumar.
Tengdar fréttir Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25. nóvember 2010 10:48 Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25. nóvember 2010 10:19 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Bakkaframkvæmd myndi ógna 100 fornminjum Hátt í 100 fornminjar eru í mikilli hættu vegna hugsanlegra framkvæmda á Bakka við Húsavík verði ráðist í byggingu álvers. Samkvæmt svartri skýrslu skipulagsstofnunnar mun stór hluti fornminja á svæðinu raskast varanlega og óafturkræft. 25. nóvember 2010 10:48
Svört skýrsla Skipulagsstofnunnar um álver á Bakka Það er niðurstaða Skipulagsstofnunar að heildaráhrif Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar, álvers á Bakka við Húsavík og háspennulína frá Kröflu og Þeistreykjum að álveri á Bakka muni óhjákvæmilega hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif í skilningi laga um mat á umhverfisáhrifum. 25. nóvember 2010 10:19