Innlent

Landsvirkjun gaf 2 milljónir

Ómar Ragnarsson sagði frá því í viðtali við DV að skuldir upp á um fimm milljónir hefðu stöðvað gerð heimildarmynda hans. Fréttablaðið/GVA
Ómar Ragnarsson sagði frá því í viðtali við DV að skuldir upp á um fimm milljónir hefðu stöðvað gerð heimildarmynda hans. Fréttablaðið/GVA
Landsvirkjun hefur ákveðið að taka þátt í söfnun til styrktar Ómari Ragnarssyni með tveggja milljóna króna framlagi. Fyrirtækið tekur þannig þátt í landssöfnun sem athafnamaðurinn Friðrik Weisshappel stendur fyrir.

Friðrik hefur stofnað síðu á Facebook þar sem hvatt er til þess að almenningur og fyrirtæki styrki heimildarmyndagerð Ómars. Markmiðið með söfnuninni er að losa Ómar undan um fimm milljóna króna skuld sem hann hefur safnað upp með gerð heimildarmynda um náttúru Íslands. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×