Krefjast riftunar á kaupum Magma 24. júlí 2010 08:30 Þingflokksfundur Vinstri græn telja að Samfylkingin hafi að sumu leyti komið í bakið á þeim í málinu.Fréttablaðið / stefán Þingflokkur Vinstri grænna hefur komið þeirri skýlausu kröfu á framfæri við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn að fundin verði leið til að rifta kaupum kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins varð þetta einróma niðurstaða þingflokksfundar sem haldinn var um Magma-málið í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins telja þingmenn Vinstri grænna Samfylkinguna að einhverju leyti hafa farið á bak við sig í málinu, og í ljósi þess að tilvist Vinstri grænna grundvallist að hluta til á stefnunni í orkumálum sé afar brýnt að málið leysist. Samfylkingin hafi gert mistök í stjórnarsamstarfinu með því að stilla sér upp með öðrum flokkum í þessu tiltekna máli, gegn samstarfsflokknum. Hefur þeim skilaboðum verið komið til Samfylkingarinnar að hún þurfi að íhuga sína stöðu gagnvart Vinstri grænum með þetta í huga, án þess þó að rætt sé um stjórnarslit í því samhengi. Vinstri græn munu jafnframt gera þá kröfu að eignarhald á orkuauðlindum verði endurskoðað frá grunni ásamt lögum um erlenda fjárfestingu. Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar og varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, hafði ekki heyrt af niðurstöðu þingflokksfundar VG í gær, en sagði að Samfylkingin ynni nú að farsælli lausn málsins í samstarfi við VG og áréttaði mikilvægi þess að efna til rannsóknar á sölu Hitaveitu Suðurnesja og kaupum Magma. - sh Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Þingflokkur Vinstri grænna hefur komið þeirri skýlausu kröfu á framfæri við samstarfsflokkinn í ríkisstjórn að fundin verði leið til að rifta kaupum kanadíska orkufyrirtækisins Magma Energy á HS Orku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins varð þetta einróma niðurstaða þingflokksfundar sem haldinn var um Magma-málið í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins telja þingmenn Vinstri grænna Samfylkinguna að einhverju leyti hafa farið á bak við sig í málinu, og í ljósi þess að tilvist Vinstri grænna grundvallist að hluta til á stefnunni í orkumálum sé afar brýnt að málið leysist. Samfylkingin hafi gert mistök í stjórnarsamstarfinu með því að stilla sér upp með öðrum flokkum í þessu tiltekna máli, gegn samstarfsflokknum. Hefur þeim skilaboðum verið komið til Samfylkingarinnar að hún þurfi að íhuga sína stöðu gagnvart Vinstri grænum með þetta í huga, án þess þó að rætt sé um stjórnarslit í því samhengi. Vinstri græn munu jafnframt gera þá kröfu að eignarhald á orkuauðlindum verði endurskoðað frá grunni ásamt lögum um erlenda fjárfestingu. Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar og varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, hafði ekki heyrt af niðurstöðu þingflokksfundar VG í gær, en sagði að Samfylkingin ynni nú að farsælli lausn málsins í samstarfi við VG og áréttaði mikilvægi þess að efna til rannsóknar á sölu Hitaveitu Suðurnesja og kaupum Magma. - sh
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira