Íslenski boltinn

Rúnar: Mikið unnið ef trú strákanna á okkur er jafnmikil og trú okkar á þá

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Rúnar Kristinsson hefur byrjað frábærlega með KR-liðið og stýrði hann sínum mönnum inn í bikarúrslitaleikinn í kvöld með 4-0 sigri á Fram í undanúrslitaleik liðanna á KR-vellinum. Undir hans stjórn hefur KR unnið tvo fyrstu leikina á móti íslenskum liðum með markatölunni 7-0.

„Ég var mjög ánægður með strákana að hafa ekki slakað á þótt að við værum orðnir manni fleiri.Það vill oft verða þannig að menn haldi að þetta verði eitthvað auðvelt. Þeir náðu hinsvegar að halda einbeitingunni og unnu mikla vinnu saman sem liðsheild. Það skilaði okkur þessum sigri," sagði Rúnar.

„Ég þekki strákana mjög vel og ég reyni bara að vinna hlutina eftir sannfæringu okkar Péturs í hvert sinn. Við höfum gert breytingar á liðinu milli leikja og það er bara hluti af þessu að stýra þessu eftir okkar höfði," segir Rúnar og bætir við:

„Við höfum gert strákunum grein fyrir því en lykillinn af þessu hjá okkur er að menn vinni saman og séu tilbúnir að fórna sér fyrir liðið, hvort sem þeir byrja inn á eða ekki eða í hvaða stöðu þeir lenda. Það er mjög mikilvægt fyrir liðsheildina að allir séu tilbúnir að fórna sér í 90 mínútur," sagði Rúnar.

„Þetta er allt að koma og strákarnir eru jákvæðir. Ég held að þeir hafi trú á því sem við erum að færa frm á æfingum og fyrir leiki og hvernig við leggjum þetta upp. Það er mikið unnið ef trú strákanna á okkur er jafnmikil og trú okkar á þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×