Lífið

Matstofa Bjarna snæðings stoppuð

Vegna kvóta á veitingastöðum hefur Bjarna snæðingi verið synjað um leyfi til að opna matstofu á Skólavörðustíg 23. Bjarni er hins vegar ekki af baki dottinn og ætlar að fá leyfi.
Vegna kvóta á veitingastöðum hefur Bjarna snæðingi verið synjað um leyfi til að opna matstofu á Skólavörðustíg 23. Bjarni er hins vegar ekki af baki dottinn og ætlar að fá leyfi.

„Þeir komu hingað í fyrradag [miðvikudag] og stoppuðu hjá mér framkvæmdirnar og sögðu að ég mætti ekki halda áfram. Ég var að stækka hjá mér klósettin,“ segir Bjarni Geir Alfreðsson, betur þekktur sem Bjarni „snæðingur“ á BSÍ. Á Skólavörðustíg 23 stendur á gulu skilti að Bjarni ætli sér að opna alvöru matstofu sem eigi að fá miðborgarrotturnar til að borða alvöru mat, en ekkert guacamole-kjaftæði, eins og Bjarni orðar það. Hins vegar er komið babb í bátinn því að sögn Bjarna var honum synjað um leyfi af skipulags- og byggingarsviði vegna kvóta um hámarksfjölda veitingastaða á tilteknum svæðum.

Bjarni ákvað hins vegar að hlíta þeim úrskurði ekki og hóf framkvæmdir sem voru stöðvaðar, eins og fyrr segir. Bjarni er hins vegar engan veginn búinn að gefast upp, það er ekki til neitt plan B í hans huga. Og hann ætlar sér að opna matstofuna á þessum stað. „Enda er enginn slíkur staður á Skólavörðustígnum, þar eru bara kaffihús. Þarna verður hins vegar seldur matur eftir vigt, það er að segja þú borgar fyrir það sem þú borðar,“ segir Bjarni.

- fgg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.