Lífið

Loksins saman á tónleikum

Rúnar Þór, Megas og Gylfi Ægisson fluttu lög af plötu sinni MS GRM.
fréttablaðið/daníel
Rúnar Þór, Megas og Gylfi Ægisson fluttu lög af plötu sinni MS GRM. fréttablaðið/daníel
Tónlistarmennirnir og vinirnir Gylfi Ægisson, Rúnar Þór og Megas stigu á svið í Austurbæ þar sem þeir fluttu lög af plötu sinni MS GRM. Samvinna þessara þriggja landsþekktu, en í leiðinni gjörólíku manna sem höfðu aldrei komið fram saman á tónleikum fyrr, tókst vel og svo virðist sem þetta óvenjulega verkefni hafi gengið fullkomlega upp. Þeir sungu mörg af sínum vinsælustu lögum við góðar undirtektir gesta.
Andrea og Lilja Guðmundsdætur voru á meðal gesta.Fréttablaðið/Daníel
Þorsteinn og Sveinfríður hlustuðu á Gylfa, Rúnar og Megas hefja upp raust sína.


Þórarinn og Halldór Halldórssynir mættu á tónleikana í Austurbæ.
Jóhanna Þórhallsdóttir og Óttar Guðmundsson litu inn.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.