Lífið

Með tólf manns á sviði

Útgáfutónleikar Rúnars verða haldnir í Tjarnarbíói.
Útgáfutónleikar Rúnars verða haldnir í Tjarnarbíói.
Rúnar Þórisson, fyrrum gítarleikari Grafíkur, heldur útgáfutónleika í Tjarnarbíói þriðjudaginn 9. nóvember vegna sinnar annarrar sólóplötu, Falls. Tólf manns verða á sviðinu, þar á meðal dætur hans tvær, Lára og Margrét, ásamt þremur strengjaleikurum.

Stutt er síðan Rúnar spilaði á Airwaves-hátíðinni, þar sem ungmennin eru jafnan mest áberandi. „Ég var trúlega elstur þátttakenda en maður spriklar þetta enn þá. Maður gefst ekki upp enda er ekkert kynslóðabil í tónlist. Þetta er bara spurning um hugarfar," segir Rúnar, sem er 55 ára.

Platan Fall ber þess merki að Rúnar hefur viðað að sér ýmsum straumum og stefnum í tónlist en hann hefur um árabil fengist við rokktónlist og klassíska tónlist jöfnum höndum. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.