Óttast að hann kjósi sé nafnið á kjörskrá 12. maí 2010 04:00 Kristján Sig. Kristjánsson vill afsala sér kosningarétti til að axla sína ábyrgð og hindra að hann geti kosið í næstu borgarstjórnarkosningum ef sú „brjálæðislega hugmynd“ skyldi ná tökum á honum, til dæmis ef honum yrði boðin borgun eða vinna. Fréttablaðið/GVA „Af því að það vill enginn axla ábyrgð ætla ég að gera það því ég er náttúrlega ábyrgur sem kjósandi,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson rafvirkjameistari sem sendi borgarstjóra bréf með ósk um að verða vinsamlegast tekinn af kjörskrá fyrir komandi kosningar. „Ég kaus vitlausan flokk í síðustu kosningum. Nú vildi ég bara axla ábyrgð og segja af mér kosningarétti. Þá getur enginn flokkur röflað neitt í mér og beðið mig um að kjósa sig því ég get bara sagt að ég sé ekki á kjörskrá,“ útskýrir Kristján. Máli Kristjáns var vísað til umsagnar hjá skrifstofustjóra borgarstjóra, Ólafs K. Hjörleifssonar, sem lagði til að beiðni Kristjáns yrði synjað. Vitnaði Ólafur til laga um kosningar til sveitarstjórna þar sem kveðið sé á um að sveitarstjórnum beri að gera kjörskrár á grundvelli upplýsinga úr þjóðskrá. Óheimilt sé að taka einstakling af kjörskrá sem uppfylli skilyrði til þess að vera þar. Þessa niðurstöðu hefur borgarráð staðfest. Kristján segist ósammála túlkun borgaryfirvalda og að hann íhugi nú hvort hann fari lengra með mál sitt, til dæmis fyrir héraðsdóm. „Þetta er aðeins þeirra skoðun og ég tel þessa túlkun borgarinnar ekki byggða á lögum. Ég vil meina að ég geti sagt mig af kjörskrá eins og fólk getur sagt sig úr þjóðkirkjunni og öðru,“ segir hann og ítrekar að hann sjái það sem varúðarráðstöfun af sinni hálfu að vera tekinn af kjörskránni. „Ég vil gera þetta til að standast þrýsting. Það er aldrei að vita hvað maður gerir, maður gæti fengið borgað eða fengið vinnu eða eitthvað slíkt og þá er maður veikur fyrir. Ég hef greitt þessum hrunflokkum atkvæði og vil bara axla ábyrgð á því. Ef sú brjálæðislega hugmynd skyldi koma upp hjá mér að kjósa aftur þessa flokka þá yrði mér hafnað. Ég gæti farið niður eftir og beðið um kjörseðil en þá yrði bara sagt nei; þú ert ekki á kjörskrá. Þannig að þetta er einfaldlega öryggisatriði,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson. gar@frettabladid.is Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira
„Af því að það vill enginn axla ábyrgð ætla ég að gera það því ég er náttúrlega ábyrgur sem kjósandi,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson rafvirkjameistari sem sendi borgarstjóra bréf með ósk um að verða vinsamlegast tekinn af kjörskrá fyrir komandi kosningar. „Ég kaus vitlausan flokk í síðustu kosningum. Nú vildi ég bara axla ábyrgð og segja af mér kosningarétti. Þá getur enginn flokkur röflað neitt í mér og beðið mig um að kjósa sig því ég get bara sagt að ég sé ekki á kjörskrá,“ útskýrir Kristján. Máli Kristjáns var vísað til umsagnar hjá skrifstofustjóra borgarstjóra, Ólafs K. Hjörleifssonar, sem lagði til að beiðni Kristjáns yrði synjað. Vitnaði Ólafur til laga um kosningar til sveitarstjórna þar sem kveðið sé á um að sveitarstjórnum beri að gera kjörskrár á grundvelli upplýsinga úr þjóðskrá. Óheimilt sé að taka einstakling af kjörskrá sem uppfylli skilyrði til þess að vera þar. Þessa niðurstöðu hefur borgarráð staðfest. Kristján segist ósammála túlkun borgaryfirvalda og að hann íhugi nú hvort hann fari lengra með mál sitt, til dæmis fyrir héraðsdóm. „Þetta er aðeins þeirra skoðun og ég tel þessa túlkun borgarinnar ekki byggða á lögum. Ég vil meina að ég geti sagt mig af kjörskrá eins og fólk getur sagt sig úr þjóðkirkjunni og öðru,“ segir hann og ítrekar að hann sjái það sem varúðarráðstöfun af sinni hálfu að vera tekinn af kjörskránni. „Ég vil gera þetta til að standast þrýsting. Það er aldrei að vita hvað maður gerir, maður gæti fengið borgað eða fengið vinnu eða eitthvað slíkt og þá er maður veikur fyrir. Ég hef greitt þessum hrunflokkum atkvæði og vil bara axla ábyrgð á því. Ef sú brjálæðislega hugmynd skyldi koma upp hjá mér að kjósa aftur þessa flokka þá yrði mér hafnað. Ég gæti farið niður eftir og beðið um kjörseðil en þá yrði bara sagt nei; þú ert ekki á kjörskrá. Þannig að þetta er einfaldlega öryggisatriði,“ segir Kristján Sig. Kristjánsson. gar@frettabladid.is
Kosningar 2010 Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Fleiri fréttir Fallegt og ekkert smágos Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Sjá meira