Ákærður fyrir brot á íslenskum vopnalögum vegna regnhlífar Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. október 2010 16:45 Hönnuðurinn Sruli Recht, sem býr hér á landi, hefur verið ákærður fyrir brot á íslenskum vopnalögum vegna regnhlífar sem hann hannaði. Lögmaður hans segir málið sóun á tíma dómstólanna. Sruli Recht var tilnefndur til menningarverðlauna DV fyrir þessa hönnun. Um er að ræða regnhlíf, en handfang hennar er hnúajárn. Hnúajárnin eru framleidd í Kína og eru úr léttu áli. Sruli flutti inn 200 stykki af þessum járnum frá Kína. Hnúajárnin komu til landsins en sendingin var stöðvuð í tollinum. Sruli fékk undanþáguheimild hjá tollstjóraembættinu, en var síðan gerð grein fyrir því að undanþágan næði aðeins til eins hnúajárns. Hann var kjölfarið yfirheyrður af lögreglunni og síðan ákærður fyrir brot á 30. gr. vopnalaga. Lögreglan taldi með örðum orðum hnúajárnin sem mynda neðri hluta regnhlífarinnar væru vopn í skilningi laganna, en aðalmeðferð í máli hans var í dag.Sruli, er þetta vopn? „Nei, varla." Hvað finnst þér þá um ákæruna? „Hún er athyglisverð og þetta er gott efni fyrir fjölmiðla, en mér finnst hún ekki mjög mikilvæg. Þetta er eiginlega ekki það sem við ættum að vera að gera núna, þ.e að leita að hlutum eins og þessum." Sruli segir að áður en ákæran var gefin út hafi hann selt 30-40 stk. af þessum regnhlífum, hann hafi því misst spón úr aski sínum vegna ákærunnar. Þá sé þetta í raun slæmt fyrir efnahaginn, því hann hafi orðið af tekjum sem hann hefði ráðstafað annars staðar í hagkerfinu. Sruli, sem er af ísraelskum-áströlskum uppruna, dvelur hér á landi og hefur sótt um íslenskan ríkisborgarrétt.Sruli Recht hefur verið búsettur hér í fimm ár. Hann segir hönnun sína varla geta flokkast sem vopn. Sruli seldi áður 30-40 regnhlífar á ári.Mynd/Fréttir Stöðvar 2Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Srula í málinu. Hann segir ákæruna fráleita og í raun sóun á tíma dómstólanna. „Það er fráleitt að hér sé um brot á vopnalögum að ræða. Bæði eru þessi hnúajárn miklu léttari en hefðbundin hnúajárn. Svo er þetta samsett hönnunarverk og er í raun og veru bara regnhlíf og það er ómögulegt að beita þessum hönnunarmun sem hnúajárni," segir Vilhjálmur.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Auðbjörgu Lísu Gústafsdóttur fulltrúa ákæruvaldsins en ekki var orðið við því. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Hönnuðurinn Sruli Recht, sem býr hér á landi, hefur verið ákærður fyrir brot á íslenskum vopnalögum vegna regnhlífar sem hann hannaði. Lögmaður hans segir málið sóun á tíma dómstólanna. Sruli Recht var tilnefndur til menningarverðlauna DV fyrir þessa hönnun. Um er að ræða regnhlíf, en handfang hennar er hnúajárn. Hnúajárnin eru framleidd í Kína og eru úr léttu áli. Sruli flutti inn 200 stykki af þessum járnum frá Kína. Hnúajárnin komu til landsins en sendingin var stöðvuð í tollinum. Sruli fékk undanþáguheimild hjá tollstjóraembættinu, en var síðan gerð grein fyrir því að undanþágan næði aðeins til eins hnúajárns. Hann var kjölfarið yfirheyrður af lögreglunni og síðan ákærður fyrir brot á 30. gr. vopnalaga. Lögreglan taldi með örðum orðum hnúajárnin sem mynda neðri hluta regnhlífarinnar væru vopn í skilningi laganna, en aðalmeðferð í máli hans var í dag.Sruli, er þetta vopn? „Nei, varla." Hvað finnst þér þá um ákæruna? „Hún er athyglisverð og þetta er gott efni fyrir fjölmiðla, en mér finnst hún ekki mjög mikilvæg. Þetta er eiginlega ekki það sem við ættum að vera að gera núna, þ.e að leita að hlutum eins og þessum." Sruli segir að áður en ákæran var gefin út hafi hann selt 30-40 stk. af þessum regnhlífum, hann hafi því misst spón úr aski sínum vegna ákærunnar. Þá sé þetta í raun slæmt fyrir efnahaginn, því hann hafi orðið af tekjum sem hann hefði ráðstafað annars staðar í hagkerfinu. Sruli, sem er af ísraelskum-áströlskum uppruna, dvelur hér á landi og hefur sótt um íslenskan ríkisborgarrétt.Sruli Recht hefur verið búsettur hér í fimm ár. Hann segir hönnun sína varla geta flokkast sem vopn. Sruli seldi áður 30-40 regnhlífar á ári.Mynd/Fréttir Stöðvar 2Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, hæstaréttarlögmaður gætir hagsmuna Srula í málinu. Hann segir ákæruna fráleita og í raun sóun á tíma dómstólanna. „Það er fráleitt að hér sé um brot á vopnalögum að ræða. Bæði eru þessi hnúajárn miklu léttari en hefðbundin hnúajárn. Svo er þetta samsett hönnunarverk og er í raun og veru bara regnhlíf og það er ómögulegt að beita þessum hönnunarmun sem hnúajárni," segir Vilhjálmur.Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Auðbjörgu Lísu Gústafsdóttur fulltrúa ákæruvaldsins en ekki var orðið við því.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels