Lífið

Góðar sögur í útgáfuteiti

Óttar M. Norðfjörð kom frá Sevilla á Spáni og las uppúr nýjustu bókinni sinni, Áttablaða Rósin. Hér er hann ásamt Sverri Norðfjörð.
Fréttablaðið/Stefán
Óttar M. Norðfjörð kom frá Sevilla á Spáni og las uppúr nýjustu bókinni sinni, Áttablaða Rósin. Hér er hann ásamt Sverri Norðfjörð. Fréttablaðið/Stefán
Hið árlega bókaflóð sem skellur yfirleitt í bókabúðum um jólin er farið að láta á sér kræla og nýjar íslenskar bækur prýða nú glugga velflestra bókabúða. Bókaforlagið Sögur hélt veglegt útgáfuteiti í Eymundsson við Skólavörðustíg þar sem rithöfundar komu við og lásu uppúr verkum sínum við góðar undirtektir gesta og gangandi. Þá eldaði kokkalandsliðið uppúr nýjustu bókinni sinni þar sem finna má einfaldar uppskriftir að ljúffengum réttum. -fgg
Gunnar Theódór Eggertsson gefur út bókina Köttum til varnar hjá JPV en stóðst ekki mátið og gæddi sér á matnum frá kokkalandsliðinu. Hér er hann ásamt Yrsu Þöll Gylfadóttur.
Fritz Már gæddi sér á ljúffengum rétti frá kokkalandsliðinu.


Óli, Jói og Stebbi úr kokkalandsliðinu mættu til leiks með gómsætar veitingar sem gestir fengu að gæða sér á.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.