Enski boltinn

Ferguson: Neville ekki að hætta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Gary Neville hefur verið mikið frá vegna meiðsla.
Gary Neville hefur verið mikið frá vegna meiðsla. Nordic Photos / Getty Images
Alex Ferguson segir það tóma þvælu að Phil Neville muni leggja skóna á hilluna í lok tímabilsins eins og sögusagnir hafa verið um.

Neville hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu en hann verður 35 ára gamall í næsta mánuði. Hann spilaði í tapleik United gegn Leeds í ensku bikarkeppninni um síðustu helgi og þótti langt frá sínu besta, eins og fleiri leikmenn United í leiknum.

„Það hefur ekki verið tekin nein ákvörðun um Gary Neville," sagði Ferguson. „Af hverju að taka ákvörðun um framtíðina hans þegar þess er ekki þörf. Maður tekur ekki slíkar ákvarðanir á miðju tímabili. Þetta er því bara tómt bull."

Þó hefur ákveðið að bjóða þeim Ryan Giggs og Paul Scholes nýja samninga og munu þeir því örugglega spila áfram með United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×