Lífið

Emma fær stjörnu í Hollywood

Breska leikkonan fær eigin stjörnu á frægðarstétt Hollywood í næsta mánuði.
Breska leikkonan fær eigin stjörnu á frægðarstétt Hollywood í næsta mánuði.
Breska leikkonan Emma Thompson fær sína eigin stjörnu á frægðarstétt Hollywood í næsta mánuði. Á meðal þeirra sem verða viðstaddir athöfnina er landi hennar, leikarinn Hugh Laurie úr læknaþættinum House. Thompson, sem er 51 árs, hefur hlotið fjölda viðurkenninga á ferli sínum, þar á meðal tvenn Óskarsverðlaun fyrir myndirnar Howards End og Sense and Sensibility ásamt tvennum Golden Globe-verðlaunum.

Thompson verður sú 2.416 í röðinni til að fá þessa frægu stjörnu á frægðarstétt Hollywood Boulevard.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×