Enski boltinn

Moratti: Hodgson er fullkomin ráðning fyrir Liverpool

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Roy Hodgson verður næsti knattspyrnustjóri Liverpool. Að mati Massimo Moratti, forseta Inter sem Hodgson stýrði áður, er Hodgson fullkomin ráðning fyrir Liverpool.

Ekki eru allir stuðningsmenn félagsins sáttir með ráðningu Hodgson.

Þegar Hodgson tók við Inter var allt í rjúkandi rúst hjá félaginu, það var á botni deildarinnar og ýmis vandamál utan vallar spruttu upp. Hodgson stýrði liðinu til Evrópusætis eftir að hann tók við á miðju tímabili og árið eftir til úrslitaleiksins í UEFA keppninni og þriðja sætis í Serie-A.

"Roy Hodgson er mikilvægur maður í sögu Inter. Hann bjargaði okkur á réttum tíma," sagði Moratti við The Mirror.

"Þegar hann kom inn voru vandamál út um allt. Þetta leit ekki vel út. Þa' kom ekkert fát á hann, hann var rólegur og hélt okkur rólegum," sagði Moratti en einmitt vegna vandamálanna utan vallar telja margir að Hodgson sé góð ráðning fyrir Liverpool.

Moratti hélt áfram. "Hann forðaði okkur frá stórslysi á mikilvægum tímapunkti. Allir hjá Inter minnast hans fyrir það."

Rétt eins og hjá Liverpool var Hogdson með litla fjármuni til leikmannakaupa en nokkrar stórstjörnur í liðinu. Hans fyrsta verk sem stjóri Liverpool verður einmitt að halda stjörnum á borð við Steven Gerrard og Fernando Torres hjá félaginu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.