Enski boltinn

Hodgson biður um þolinmæði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Roy Hodgson, stjóri Liverpool, ætlar sér ekki að vera stórtækur á leikmannamarkaðnum í janúar. Hann hefur beðið stuðningsmenn félagsins um að sýna sér þolinmæði enda taki það tíma að byggja upp liðið hjá félaginu.

Hodgson hefur átt undir högg að sækja í vetur enda hefur gengi Liverpool engan veginn staðið undir væntingum þó svo það hafi aðeins náð sjöunda sæti í fyrra. Á Anfield vilja menn meira.

"Ég bið stuðningsmennina um að sýna mér þolinmæði. Auðvitað viljum við öll að Liverpool sé á meðal þeirra bestu og sé að spila í Meistaradeildinni," sagði Hodgson.

"Við verðum samt líka að sætta okkur við að það mun taka aðeins lengri tíma en nokkra mánuði að búa til samkeppnishæft lið. Það er lítill fórnarkostnaður ef verkefnið gengur upp."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×