Innlent

Bjarni Sæmundsson kannar áhrif gossins á lífríki sjávar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Áhöfn á Bjarna Sæmundssyni kannar aðstæður í sjó.
Áhöfn á Bjarna Sæmundssyni kannar aðstæður í sjó.
Rannsóknaskipið rs. Bjarni Sæmundsson fer í dag að ósum Markarfljóts til að kanna áhrifasvæði hlaupsins. Í frétt á vef Hafrannsóknarstofnunar kemur fram að athyglin beinist að því hvað verði af efnum í hlaupvatningu bæði er varði þau uppleystu og gruggið.

Svæðið er mikilvægt hrygningarsvæði þorsks og annarra mikilvægra tegunda. Aflað verður líffræðilegra gagna um þörunga, svif og dreifingu hrogna. Um borð eru sérfræðingar Sjó- og vistfræðisviðs stofnunarinnar og rannsóknamenn og Héðinn Valdimarsson er leiðangursstjóri






Fleiri fréttir

Sjá meira


×