Telur tillögu meirihlutans bitna á þjónustu við börnin 19. október 2010 03:30 björk vilhelmsdóttir Séra Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar, segir tillögur meirihluta mannréttindaráðs Reykjavíkur um breytingar á samstarfi skóla og kirkjunnar koma sér á óvart. Hann segist ekki hafa heyrt af óánægju meðal skólastjórnenda varðandi samstarfið. Nái breytingartillögurnar fram að ganga munu embættismenn trúfélaga ekki lengur starfa á nokkurn hátt í leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Samstarfi kirkju og skóla verður hætt, sem og heimsóknir barna í kirkjur og fermingarfræðsla á skólatíma. Þegar leita þarf aðstoðar vegna sálrænna áfalla skal kalla til fagaðila á borð við sálfræðinga frekar en fulltrúa trúfélaga. Varðandi þá tillögu að fagfólk eins og sálfræðingar eigi að annast áfallahjálp í skólum frekar en prestar segir Halldór að fáir vinni eins mikið með sorg og áföll. „Við erum fagfólkið,“ segir hann. „Þegar um mjög alvarleg áföll eins og dauðsföll er að ræða eru það mál sem við erum fagaðilar í. Ef það má ekki kalla okkur til að gæta að velferð barnanna er ekki verið að tryggja þeim börnum hina bestu þjónustu.“ Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segir tillögurnar á gráu svæði og mikilvægt sé að halda áfram með þá vinnu sem nú þegar hafi verið unnin. Foreldrum sé vissulega frjálst að útvega börnunum sínum hverja þá áfallahjálp sem henti, en fulltrúar trúarhópa muni ekki sinna þessum störfum af hálfu skólans á skólatíma. „Skólinn hefur sitt hlutverk og kirkjan sitt. Hvor stofnun fyrir sig á að virða hlutverk hinnar, en til þess verður að móta skýrar reglur.“ Margrét segir mikilvægt að taka fram hvaða atriði felist ekki í hugmyndum mannréttindaráðs. Hún nefnir þar breytingar á námsefni eins og kristinfræði, jólaföndri, sálmasöng og öðru slíku. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir mestu máli skipta að málið sé unnið í sátt borgar og kirkju. Ekki sé ráðlegt að taka burt samstarf sem verið hafi til staðar í áratugi án þess að hafa um það samráð beggja aðila. „Það er grundvallaratriði að virða trúfrelsi fólks, en einnig rétt fólks til trúar,“ segir Björk. sunna@frettabladid.is séra halldór reynisson Fréttir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira
Séra Halldór Reynisson, verkefnisstjóri fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar, segir tillögur meirihluta mannréttindaráðs Reykjavíkur um breytingar á samstarfi skóla og kirkjunnar koma sér á óvart. Hann segist ekki hafa heyrt af óánægju meðal skólastjórnenda varðandi samstarfið. Nái breytingartillögurnar fram að ganga munu embættismenn trúfélaga ekki lengur starfa á nokkurn hátt í leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Samstarfi kirkju og skóla verður hætt, sem og heimsóknir barna í kirkjur og fermingarfræðsla á skólatíma. Þegar leita þarf aðstoðar vegna sálrænna áfalla skal kalla til fagaðila á borð við sálfræðinga frekar en fulltrúa trúfélaga. Varðandi þá tillögu að fagfólk eins og sálfræðingar eigi að annast áfallahjálp í skólum frekar en prestar segir Halldór að fáir vinni eins mikið með sorg og áföll. „Við erum fagfólkið,“ segir hann. „Þegar um mjög alvarleg áföll eins og dauðsföll er að ræða eru það mál sem við erum fagaðilar í. Ef það má ekki kalla okkur til að gæta að velferð barnanna er ekki verið að tryggja þeim börnum hina bestu þjónustu.“ Margrét Sverrisdóttir, formaður mannréttindaráðs, segir tillögurnar á gráu svæði og mikilvægt sé að halda áfram með þá vinnu sem nú þegar hafi verið unnin. Foreldrum sé vissulega frjálst að útvega börnunum sínum hverja þá áfallahjálp sem henti, en fulltrúar trúarhópa muni ekki sinna þessum störfum af hálfu skólans á skólatíma. „Skólinn hefur sitt hlutverk og kirkjan sitt. Hvor stofnun fyrir sig á að virða hlutverk hinnar, en til þess verður að móta skýrar reglur.“ Margrét segir mikilvægt að taka fram hvaða atriði felist ekki í hugmyndum mannréttindaráðs. Hún nefnir þar breytingar á námsefni eins og kristinfræði, jólaföndri, sálmasöng og öðru slíku. Björk Vilhelmsdóttir, formaður velferðarráðs, segir mestu máli skipta að málið sé unnið í sátt borgar og kirkju. Ekki sé ráðlegt að taka burt samstarf sem verið hafi til staðar í áratugi án þess að hafa um það samráð beggja aðila. „Það er grundvallaratriði að virða trúfrelsi fólks, en einnig rétt fólks til trúar,“ segir Björk. sunna@frettabladid.is séra halldór reynisson
Fréttir Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Sjá meira