Forseti Írans bregst við íslenskri fálkamynd 6. maí 2010 08:00 Forseti Írans var loðinn í svörum í viðtali við ABC-fréttastöðina þar sem hann var spurður um þær staðhæfingar í íslensku heimildarmyndinni Feathered Cocaine að Osama bin Laden væri búsettur í Íran. „Já, við bjuggumst svo sem alveg við viðbrögðum úr þessari átt og það sem okkur finnst eiginlega merkilegast er að hann svarar aldrei spurningunni," segir Þorkell Harðarson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri heimildarmyndarinnar Feathered Cocaine. Myndin hefur verið að kveikja litla elda sem breiddust hratt út eftir að Fox-fréttastöðin birti langa umfjöllun um efni myndarinnar og þær staðhæfingar að Osama bin Laden byggi í góðu yfirlæti í Íran undir verndarvæng þarlendra stjórnvalda. Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, gat hvorki svarað því játandi né neitandi í viðtali við ABC-fréttastöðina í fyrradag hvort þær staðhæfingar sem birtast í íslensku heimildarmyndinni væru sannar eða ekki. Sá sem tók viðtalið við forsetann er George Stephanopoulos en hann var upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í stjórnartíð Bills Clinton. „Ég hef heyrt að hann búi í Washington, nálægt sínum gamla bekkjarbróður George Bush," sagði forsetinn og var fremur loðinn í svörum, vildi hvorki játa því né neita og reyndi hvað eftir annað að snúa út úr fyrir fréttamanninum. Daily Mail, Telegraph, Fox News og ABC hafa öll fjallað um þessar eldfimu upplýsingar en Þorkell segir þá vera rólega. „Það er mikil pressa á okkur að mæta í hin og þessi viðtöl en við erum bara með báðar fætur á jörðinni og tökum eitt skref í einu," segir Þorkell en þeir félagar eru nú komnir til Toronto þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegri heimildarmyndahátíð.- fgg Hér má sjá viðtal við þá félaga tekið á kaffihúsi í New York þar sem þeir lýsa rannsóknarferlinu fyrir myndina. Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Já, við bjuggumst svo sem alveg við viðbrögðum úr þessari átt og það sem okkur finnst eiginlega merkilegast er að hann svarar aldrei spurningunni," segir Þorkell Harðarson, kvikmyndagerðarmaður og leikstjóri heimildarmyndarinnar Feathered Cocaine. Myndin hefur verið að kveikja litla elda sem breiddust hratt út eftir að Fox-fréttastöðin birti langa umfjöllun um efni myndarinnar og þær staðhæfingar að Osama bin Laden byggi í góðu yfirlæti í Íran undir verndarvæng þarlendra stjórnvalda. Forseti Írans, Mahmoud Ahmadinejad, gat hvorki svarað því játandi né neitandi í viðtali við ABC-fréttastöðina í fyrradag hvort þær staðhæfingar sem birtast í íslensku heimildarmyndinni væru sannar eða ekki. Sá sem tók viðtalið við forsetann er George Stephanopoulos en hann var upplýsingafulltrúi Hvíta hússins í stjórnartíð Bills Clinton. „Ég hef heyrt að hann búi í Washington, nálægt sínum gamla bekkjarbróður George Bush," sagði forsetinn og var fremur loðinn í svörum, vildi hvorki játa því né neita og reyndi hvað eftir annað að snúa út úr fyrir fréttamanninum. Daily Mail, Telegraph, Fox News og ABC hafa öll fjallað um þessar eldfimu upplýsingar en Þorkell segir þá vera rólega. „Það er mikil pressa á okkur að mæta í hin og þessi viðtöl en við erum bara með báðar fætur á jörðinni og tökum eitt skref í einu," segir Þorkell en þeir félagar eru nú komnir til Toronto þar sem þeir taka þátt í alþjóðlegri heimildarmyndahátíð.- fgg Hér má sjá viðtal við þá félaga tekið á kaffihúsi í New York þar sem þeir lýsa rannsóknarferlinu fyrir myndina.
Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Staupasteinsstjarna er látin Gurra og Georg hafa eignast litla systur Joe Don Baker látinn Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Óskarsverðlaunaleikstjórinn Robert Benton látinn Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira