Innlent

Rannsókn á morðmálinu lokið

Kafarar leituðu að morðvopninu í smábátahöfninni.
Kafarar leituðu að morðvopninu í smábátahöfninni.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á manndrápinu í Hafnarfirði í ágúst síðastliðnum. Málið verður sent til ákæruvaldsins í kringum helgina.



Fyrir liggur játning Gunnars Rúnars Sigurþórssonar þess efnis að hann hafi veitt Hannesi Þór Helgasyni áverka með hníf, sem urðu honum að bana. Þá er geðrannsókn lokið á Gunnari Rúnari. Það er dómara að ákveða hvort hann sé sakhæfur, með tilliti til rannsóknar geðlæknis.



Þá liggur krufningarskýrsla nú fyrir. Ýmis önnur gögn eru fyrirliggjandi, svo sem myndband sem sýnir Gunnar Rúnar henda hnífi í smábátahöfnina í Hafnarfirði. Hann mun þá hafa verið að koma beint af heimili Hannesar Þórs Helgasonar eftir að hafa orðið honum að bana. Myndbandið er úr eftirlitsmyndavél við höfnina. Þá fannst far eftir skó hans á morðvettvangi og fleiri gögn eru fyrirliggjandi.



Enn er beðið formlegra niðurstaðna úr lífsýnum að utan, en þær verða notaðar í málinu þegar þær berast að utan.



Gunnar Rúnar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 27. ágúst. - jss



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×