Innlent

Kaupþing og Landsbankinn styrktu Gísla Martein um milljón

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Kaupþing og Landsbankinn styrktu Gísla Martein Baldursson, borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, um eina milljón króna fyrir prófkjör Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda borgarstjórnarkosninganna árið 2006. Þetta segir Gísli Marteinn í samtali við Vísi. Eins og DV hafði áður greint frá styrktu Baugur og FL Group Gísla Martein jafnframt um milljón hvor.

Gísli Marteinn segir að eftir því sem hann viti best til hafi þessi fyrirtæki styrkt alla þá frambjóðendur sem leituðu eftir stuðningi frá þeim á þessum tíma. Hann segir að auk þess hafi Tryggingamiðstöðin, Saxhóll og Ísfélagið styrkt hann um 500 þúsund krónur. „Þetta eru allir þeir styrkir sem ég fékk sem voru yfir 500 þúsund krónum," segir Gísli Marteinn.

„Auðvitað hefði ég átt að birta þessar upplýsingar fyrr," segir Gísli Marteinn sem hafði upphaflega ráðgert að birta upplýsingarnar á bloggsíðu sinni í dag. Hann segist í upphafi hafa talið að hann hafi gert grein fyrir sínum málum þegar að hann skilaði skýrslu um málið til Ríkisendurskoðunar. Fljótlega eftir að skýrsla Ríkisendurskoðunar hafi verið gerð opinber hafi hann orðið var við að fólk kallaði eftir því að hann birti nöfn þeirra sem styrktu hann þrátt fyrir að Ríkisendurskoðun gerði ekki kröfu um það. Við því hafi hann ákveðið að bregðast núna.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×