Lífið

Mila Kunis á móti Mark Wahlberg

Mila Kunis hefur mátt hafa fyrir sínum ferli, enda verið leikkona frá tólf ára aldri.
Mila Kunis hefur mátt hafa fyrir sínum ferli, enda verið leikkona frá tólf ára aldri.
Mila Kunis hefur hreppt stórt hlutverk í kvikmyndinni Ted sem Mark Wahlberg mun leika í. Ferill Milu hefur verið að sækja á uppleið á undanförnum árum, en hún hóf störf fyrir framan kvikmyndavélarnar aðeins tólf ára að aldri. Mila er eflaust enn þá þekktust fyrir að leika Jackie Burkhart úr That "70s Show en það gæti verið að breytast.

Á þriðjudag var upplýst hverjir hefðu verið tilnefndir til Golden Globe-verðlauna og nafn Mila Kunis var þar nefnt í flokknum besta leikkonan í aukahlutverki. Hún leikur harðsvíraðan keppinaut Natalie Portman í ballettmyndinni Black Swan og lagði mikið á sig, grennti sig ótæpilega og sagðist á tímabili hafa óttast um eigið heilsufar.

Og þegar maður er tilnefndur til Golden Globe-verðlauna eru hlutirnir fljótir að breytast. Mila Kunis virtist nefnilega vera föst í kvikmyndum sem dönsuðu á barmi þess að vera b-myndir. En það er þetta eina hlutverk sem snýr lukkuhjólinu og í gær var tilkynnt að Kunis hefði hreppt aðalkvenhlutverkið í kvikmyndinni Ted. Þá er kvikmyndin Friends with Benefits væntanleg en þar leikur hún meðal annars á móti Emmu Stone, Justin Timberlake og Woody Harrelson. - fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×