Gefur skólabörnum töskur og öll ritföng 22. júlí 2010 00:01 Frá Dalvík. Mynd úr safni. „Fyrirtæki eru svolítið föst í því að styrkja alltaf sömu hlutina, íþróttahreyfinguna og eitthvað slíkt - sem er bara mjög gott mál - en við ákváðum að kanna það núna hvort peningarnir nýttust hugsanlega betur annars staðar," segir Björn Snorrason, eigandi og forstjóri fyrirtækisins Dalpay á Dalvík, sem hefur gefið öllum börnum sem hefja nám í Dalvíkurskóla í haust allar þær skólavörur sem krafist er. „Fyrirtækin hafa ekkert endilega endalaust magn af aurum til að henda í allar áttir - annars mundi maður ábyggilega gera það - þannig að við vildum bara koma þessu fyrir á sem bestum stað," bætir Björn við. Dalpay hafði því samband við skólann og kynnti stjórnendum hans hugmyndina og fékk upplýsingarnar um þær vörur sem krafist væri. Þær eru af ýmsum toga; skólatöskur, pennaveski, ýmiss konar möppur og stílabækur, blýantar, trélitir, yddarar, lím og skæri, svo fátt eitt sé nefnt. Börnin eru tuttugu og úr því að Dalpay keypti aðföngin í slíku magni fékkst afsláttur. Heildarpakkinn kostaði tæpar 400 þúsund krónur. „Þannig að þetta kemur sér vel fyrir alla," segir Björn. Björn segir að fleira en fjármálasjónarmið geri þetta snjalla gjöf. Til dæmis geti það komið í veg fyrir stríðni í skólanum ef allir verða jafn settir við upphaf skólagöngunnar og með sams konar búnað. Það sé enda ekki á færi allra foreldra að útbúa börn sín ríkulega. Björn segir uppátækinu hafa verið vel tekið, þótt einhverjir foreldrar hefðu þegar verið búnir að kaupa sitthvað af vörunum fyrir börnin áður en fréttist af því. Þau geti þó mögulega skilað þeim. Björn vonar að önnur fyrirtæki fari að fordæmi hans. „Það þætti mér alveg kjörið því þetta er ágæt búbót fyrir fólk. Þetta eru í raun ekki stórir peningar. Hugsaðu þér öll fyrirtækin - nú veit ég svo sem ekki með höfuðborgarsvæðið - en á flestum þessum litlu svæðum úti á landi eru öflug fyrirtæki sem mundi sjálfsagt ekki muna um þetta," segir hann. Fyrirtækið Dalpay sér um svokallaða færslumiðlun, eða greiðslukerfi fyrir kreditkort á vefsíðum. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og skipti í fyrstu aðallega við erlend fyrirtæki. Upp á síðkastið hefur innanlandsmarkaður verið að glæðast, að sögn Björns. stigur@frettabladid.is Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira
„Fyrirtæki eru svolítið föst í því að styrkja alltaf sömu hlutina, íþróttahreyfinguna og eitthvað slíkt - sem er bara mjög gott mál - en við ákváðum að kanna það núna hvort peningarnir nýttust hugsanlega betur annars staðar," segir Björn Snorrason, eigandi og forstjóri fyrirtækisins Dalpay á Dalvík, sem hefur gefið öllum börnum sem hefja nám í Dalvíkurskóla í haust allar þær skólavörur sem krafist er. „Fyrirtækin hafa ekkert endilega endalaust magn af aurum til að henda í allar áttir - annars mundi maður ábyggilega gera það - þannig að við vildum bara koma þessu fyrir á sem bestum stað," bætir Björn við. Dalpay hafði því samband við skólann og kynnti stjórnendum hans hugmyndina og fékk upplýsingarnar um þær vörur sem krafist væri. Þær eru af ýmsum toga; skólatöskur, pennaveski, ýmiss konar möppur og stílabækur, blýantar, trélitir, yddarar, lím og skæri, svo fátt eitt sé nefnt. Börnin eru tuttugu og úr því að Dalpay keypti aðföngin í slíku magni fékkst afsláttur. Heildarpakkinn kostaði tæpar 400 þúsund krónur. „Þannig að þetta kemur sér vel fyrir alla," segir Björn. Björn segir að fleira en fjármálasjónarmið geri þetta snjalla gjöf. Til dæmis geti það komið í veg fyrir stríðni í skólanum ef allir verða jafn settir við upphaf skólagöngunnar og með sams konar búnað. Það sé enda ekki á færi allra foreldra að útbúa börn sín ríkulega. Björn segir uppátækinu hafa verið vel tekið, þótt einhverjir foreldrar hefðu þegar verið búnir að kaupa sitthvað af vörunum fyrir börnin áður en fréttist af því. Þau geti þó mögulega skilað þeim. Björn vonar að önnur fyrirtæki fari að fordæmi hans. „Það þætti mér alveg kjörið því þetta er ágæt búbót fyrir fólk. Þetta eru í raun ekki stórir peningar. Hugsaðu þér öll fyrirtækin - nú veit ég svo sem ekki með höfuðborgarsvæðið - en á flestum þessum litlu svæðum úti á landi eru öflug fyrirtæki sem mundi sjálfsagt ekki muna um þetta," segir hann. Fyrirtækið Dalpay sér um svokallaða færslumiðlun, eða greiðslukerfi fyrir kreditkort á vefsíðum. Fyrirtækið var stofnað árið 2004 og skipti í fyrstu aðallega við erlend fyrirtæki. Upp á síðkastið hefur innanlandsmarkaður verið að glæðast, að sögn Björns. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Fleiri fréttir Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ Sjá meira