Enski boltinn

Manchester United á toppnum yfir jólin í sautjánda sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manchester City átti möguleika á því að vera á toppi ensku úrvalsdeildarinnar yfir jólin hefði liðið unnið Everton á heimavelli í kvöld. Everton vann hinsvegar leikinn 2-1 og sá til þess að City tókst ekki að vera í efsta sæti yfir jólin í fyrsta sinn síðan 1929.

Manchester United situr því í efsta sæti þegar jólahátíðin gengur í garð en þetta er í sautjánda sinn sem United er á toppnum 24. desember sem er nýtt met. United er með tveggja stiga forskot á Arsenal og Manchester City þrátt fyrir að hafa leikið einum leik færra en Arsenal og tveimur leikjum færra en City.

Þetta er samt í fyrsta sinn síðan 2006 þar sem United-menn eru á toppnum á þessum tíma ársins en lærisveinar Alex Ferguson eru þekktir fyrir að vera hvað sterkastir eftir áramót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×