Lífið

Morr dreifir nýrri plötu Miri

Platan Okkar með Miri verður sett í dreifingu undir merkjum Morr í Evrópu.
Platan Okkar með Miri verður sett í dreifingu undir merkjum Morr í Evrópu.
Útgáfufyrirtækið Kimi Records ætlar að dreifa fyrstu plötu hljómsveitarinnar Miri, Okkar, í Evrópu undir merkjum þýsku útgáfunnar Morr. Svipaður háttur hefur verið hafður á með plötur hljómsveitanna FM Belfast og Benna Hemm Hemm, sem eru báðar á mála hjá Kimi.

„Morr hefur verið að vinna með Kimi sem dreifingaraðili í Evrópu og okkur barst til eyrna að Thomas Morr væri mjög áhugasamur um okkur," segir Hjalti Jón Sverrisson úr Miri og á þar við stofnanda Morr.

Baldvin Esra Einarsson hjá Kimi Records segir að Miri hafi vakið töluverða athygli á Airwaves-hátíðinni og þýskir fjölmiðlar hafi sýnt þeim áhuga. Umfjöllun um hljómsveitina er því væntanleg þar í landi á næstunni.

Miri er rokksveit sem hefur starfað í fimm ár með hléum. Hún gaf út eina EP-plötu áður en stóra platan „Okkar" kom út hér á landi í sumar við góðar undirtektir. Platan er án söngs fyrir utan eitt lag sem Örvar Þóreyjarson Smárason úr múm syngur.

Baldvin Esra telur framtíð Miri bjarta í tónlistarheiminum. „Við höfum mikla trú á þessum strákum. Við höfðum aldrei það að markmiði að gefa plötuna þeirra bara út á Íslandi," segir hann og vonar að sveitin komist í auknum mæli á tónleikaferðir erlendis og á tónlistarhátíðir á næstu árum.- fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.