Atli Gísla var í fríi á Krít og Ásmundur Einar mætti illa Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. desember 2010 18:19 Viðvera Ásmundar Einars Daðasonar á fundum fjárlaganefndar þegar fjárlög voru þar til umfjöllunar var mjög lítil. Þá var Atli Gíslason í tveggja mánaða fríi á meðan fjárlög voru til umfjöllunar í þinginu. Var hann hluta tímans erlendis á Krít, en bæði Atli og Ásmundur Einar lýstu yfir óánægju með fjárlögin og sátu hjá við afgreiðslu þeirra. Þá á Ásmundur Einar hlut í búvörufyrirtæki en segist ekki sinna því samhliða þingstörfum. Hjáseta þriggja stjórnarþinganna Vinstri grænna við afgreiðslu fjárlaga í síðustu viku hefur valdið miklum deilum. Utanríkisráðherra og fleiri hafa bent á í þinginu að það að lýsa stuðningi við ríkisstjórn felist ekki aðeins í því að verja hana vantrausti heldur styðja hana í mikilvægum málum, eins og afgreiðslu fjárlaga. Þremenningarnir, Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason gáfu út sérstaka yfirlýsingu þar sem þau lýstu yfir megnri óánægju sinni með fjárlögin. Þá sögðust þau meðal annars annars hafa lagt fram tillögur um tekjuöflun fyrir ríkissjóð samhliða róttækri endurskoðun á niðurskurði innan velferðarkerfisins. Stopul viðvera - greinir ekki frá hagsmunatengslum Þetta er athyglisvert í ljósi þess að vikurnar og mánuði fyrir afgreiðslu fjárlaga var viðvera Ásmundar Einars Daðasonar á fundum fjárlaganefndar mjög stopul, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 um viðveruskráningar nefndarinnar. Þá hafa nefndarmenn lýst þessu sjónarmiði í samtali við Stöð 2. Nefndasvið Alþingis hefur hins vegar ekki orðið við ósk um nákvæma viðveruskráningu þar sem vinnu vegna fundargerða er ekki lokið. "Það er rétt," segir Ásmundur um litla viðveru sína en segir skýringuna liggja í veikindum hjá fjölskyldu sinni. Hann segir þó að þessi fjarvera frá fundum hafi ekki orðið þess valdandi hann gat ekki fylgst vel með störfum nefndarinnar og komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Ásmundur Einar stundar atvinnurekstur með þingstörfum og á fjórðungshlut í fyrirtæki sem rekur netverslunina Ísbú (www.isbu.is) hann segir þó fjarveru sína ekki tengjast störfum sínum þar og að hann hafi látið af störfum fyrir vefverslunina þegar hann settist á þing. Þess má geta að Ásmundur Einar hefur ekki greint frá þessum hagsmunatengslum á vef Alþingis, en samkvæmt reglum sem um skráninguna gilda þurfa þingmenn að greina frá félögum sem þeir eru meiðeigendur í. Atli í fríi á Krít Þá er athyglisvert að í tvo mánuði fyrir afgreiðslu fjárlaga, þegar að endurbætur á fjárlögum áttu sér stað, var Atli Gíslason fjarverandi. Fyrst í fríi erlendis í tæpar þrjár vikur, í Danmörku frá upphafi október og síðan á Krít. Síðan var hann heima á Íslandi í fríi í mánuð. Hann sneri aftur til þingstarfa 1. desember, aðeins tveimur vikum fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlögin. Stöð 2 óskaði eftir viðbrögðum Atla við þessu. Hann sagði að dvöl sín erlendis og fjarvera á þinginu hafi ekki komið að sök því þunginn í frumvarpsvinnunni hafi farið fram seint í sumar og snemma í haust. Að sögn Atla verður hjáseta þeirra og sú staða sem upp er komin í þingflokknum rædd sérstaklega á þingflokksfundi eftir áramót. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Viðvera Ásmundar Einars Daðasonar á fundum fjárlaganefndar þegar fjárlög voru þar til umfjöllunar var mjög lítil. Þá var Atli Gíslason í tveggja mánaða fríi á meðan fjárlög voru til umfjöllunar í þinginu. Var hann hluta tímans erlendis á Krít, en bæði Atli og Ásmundur Einar lýstu yfir óánægju með fjárlögin og sátu hjá við afgreiðslu þeirra. Þá á Ásmundur Einar hlut í búvörufyrirtæki en segist ekki sinna því samhliða þingstörfum. Hjáseta þriggja stjórnarþinganna Vinstri grænna við afgreiðslu fjárlaga í síðustu viku hefur valdið miklum deilum. Utanríkisráðherra og fleiri hafa bent á í þinginu að það að lýsa stuðningi við ríkisstjórn felist ekki aðeins í því að verja hana vantrausti heldur styðja hana í mikilvægum málum, eins og afgreiðslu fjárlaga. Þremenningarnir, Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir og Ásmundur Einar Daðason gáfu út sérstaka yfirlýsingu þar sem þau lýstu yfir megnri óánægju sinni með fjárlögin. Þá sögðust þau meðal annars annars hafa lagt fram tillögur um tekjuöflun fyrir ríkissjóð samhliða róttækri endurskoðun á niðurskurði innan velferðarkerfisins. Stopul viðvera - greinir ekki frá hagsmunatengslum Þetta er athyglisvert í ljósi þess að vikurnar og mánuði fyrir afgreiðslu fjárlaga var viðvera Ásmundar Einars Daðasonar á fundum fjárlaganefndar mjög stopul, samkvæmt upplýsingum Stöðvar 2 um viðveruskráningar nefndarinnar. Þá hafa nefndarmenn lýst þessu sjónarmiði í samtali við Stöð 2. Nefndasvið Alþingis hefur hins vegar ekki orðið við ósk um nákvæma viðveruskráningu þar sem vinnu vegna fundargerða er ekki lokið. "Það er rétt," segir Ásmundur um litla viðveru sína en segir skýringuna liggja í veikindum hjá fjölskyldu sinni. Hann segir þó að þessi fjarvera frá fundum hafi ekki orðið þess valdandi hann gat ekki fylgst vel með störfum nefndarinnar og komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Ásmundur Einar stundar atvinnurekstur með þingstörfum og á fjórðungshlut í fyrirtæki sem rekur netverslunina Ísbú (www.isbu.is) hann segir þó fjarveru sína ekki tengjast störfum sínum þar og að hann hafi látið af störfum fyrir vefverslunina þegar hann settist á þing. Þess má geta að Ásmundur Einar hefur ekki greint frá þessum hagsmunatengslum á vef Alþingis, en samkvæmt reglum sem um skráninguna gilda þurfa þingmenn að greina frá félögum sem þeir eru meiðeigendur í. Atli í fríi á Krít Þá er athyglisvert að í tvo mánuði fyrir afgreiðslu fjárlaga, þegar að endurbætur á fjárlögum áttu sér stað, var Atli Gíslason fjarverandi. Fyrst í fríi erlendis í tæpar þrjár vikur, í Danmörku frá upphafi október og síðan á Krít. Síðan var hann heima á Íslandi í fríi í mánuð. Hann sneri aftur til þingstarfa 1. desember, aðeins tveimur vikum fyrir atkvæðagreiðslu um fjárlögin. Stöð 2 óskaði eftir viðbrögðum Atla við þessu. Hann sagði að dvöl sín erlendis og fjarvera á þinginu hafi ekki komið að sök því þunginn í frumvarpsvinnunni hafi farið fram seint í sumar og snemma í haust. Að sögn Atla verður hjáseta þeirra og sú staða sem upp er komin í þingflokknum rædd sérstaklega á þingflokksfundi eftir áramót. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira