Tryggvi Gunnarsson: Sár og svekktur yfir því sem hann hefur séð 25. janúar 2010 15:02 Rannsóknarnefnd Alþingis. Tryggvi Gunnarsson t.v., Páll Benediktsson fyrir miðju og Sigríður Benediktsdóttir. Formaður Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið sagði á blaðamannafundi í morgun að til þess að geta tekist á við þann gríðarlega vanda sem endaði með bankahruni þurfi þjóðin að skilja hann. „Þetta er forsendan fyrir því að geta haldið áfram og náð sátt en það þarf enginn að búast við öðru en að einhver verði leiður, það bjóst enginn við því að við værum að færa fram fagnaðarerindi með þessari skýrslu," sagði Páll Hreinsson. Hann segir að þjóðin þurfi að leggja reiðina sem kunni að fylgja í kjölfar útgáfu skýrslunnar í uppbyggilegan farveg - „það gerist ekki með eignaspjöllum, líkamstjóni eða öðru slíku. Við verðum að takast á við þetta ef við ætlum að komast áfram í uppbyggingunni," sagði Páll. Tryggvi Gunnarsson bar upp þá hugmynd að þjóðin fái frí í nokkra daga til að lesa skýrsluna til að átta sig á því hvað gerðist. Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave fer væntanlega fram 6. mars nk. Allt bendir því til að skýrslan um bankahrunið komi út á svipuðum tíma og þjóðin gengur til atkvæðagreiðslu um eitt stærsta mál lýðveldissögunnar. Páll segir að þjóðin þurfi að fá skýrsluna í hendurnar um leið og hún verður tilbúin, sama hvað annað sé í gangi í þjóðfélaginu á þeim tíma. Hann minnir á að í skýrslunni er fjallað um Icesave fram að hruni og hvernig Icesave reikningarnir urðu til. Tryggvi segir að starfið hjá Rannsóknarnefnd Alþingis hafi verið mikil lífsreynsla. „Maður hefur stundum verið nærri gráti og stundum afskaplega pirraður yfir því sem maður hefur séð." Hann segir að rannsóknin hefði tekið á hvern þann sem að henni hefði komið. Enda séu afleiðingarnar fyrir íslenskt samfélag slíkar að það jafnist á við hamfarir. „Þegar maður hefur áttað sig á því hvar hlutir voru gerðir og sérstaklega hvar hlutir voru ekki gerðir þá verður maður sár og svekktur." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira
Formaður Rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið sagði á blaðamannafundi í morgun að til þess að geta tekist á við þann gríðarlega vanda sem endaði með bankahruni þurfi þjóðin að skilja hann. „Þetta er forsendan fyrir því að geta haldið áfram og náð sátt en það þarf enginn að búast við öðru en að einhver verði leiður, það bjóst enginn við því að við værum að færa fram fagnaðarerindi með þessari skýrslu," sagði Páll Hreinsson. Hann segir að þjóðin þurfi að leggja reiðina sem kunni að fylgja í kjölfar útgáfu skýrslunnar í uppbyggilegan farveg - „það gerist ekki með eignaspjöllum, líkamstjóni eða öðru slíku. Við verðum að takast á við þetta ef við ætlum að komast áfram í uppbyggingunni," sagði Páll. Tryggvi Gunnarsson bar upp þá hugmynd að þjóðin fái frí í nokkra daga til að lesa skýrsluna til að átta sig á því hvað gerðist. Þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave fer væntanlega fram 6. mars nk. Allt bendir því til að skýrslan um bankahrunið komi út á svipuðum tíma og þjóðin gengur til atkvæðagreiðslu um eitt stærsta mál lýðveldissögunnar. Páll segir að þjóðin þurfi að fá skýrsluna í hendurnar um leið og hún verður tilbúin, sama hvað annað sé í gangi í þjóðfélaginu á þeim tíma. Hann minnir á að í skýrslunni er fjallað um Icesave fram að hruni og hvernig Icesave reikningarnir urðu til. Tryggvi segir að starfið hjá Rannsóknarnefnd Alþingis hafi verið mikil lífsreynsla. „Maður hefur stundum verið nærri gráti og stundum afskaplega pirraður yfir því sem maður hefur séð." Hann segir að rannsóknin hefði tekið á hvern þann sem að henni hefði komið. Enda séu afleiðingarnar fyrir íslenskt samfélag slíkar að það jafnist á við hamfarir. „Þegar maður hefur áttað sig á því hvar hlutir voru gerðir og sérstaklega hvar hlutir voru ekki gerðir þá verður maður sár og svekktur."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Sjá meira