Sakborningar í Exeter-máli vísa ábyrgð hver á annan 7. október 2010 06:00 fyrsta mál sérstaks saksóknara. Jón Þorsteinn Jónsson, Ragnar Z. Guðjónsson, Styrmir Bragason Exeter Sakborningarnir þrír í svokölluðu Exeter-máli sérstaks saksóknara vísa hver á annan um ábyrgð á veigamiklum atriðum í málinu. Enginn þeirra telur þó að nokkur lög hafi verið brotin. Þetta kemur fram í greinargerðum verjendanna í málinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Málið snýst um rúmlega milljarðs lán sem Byr veitti til félagsins Exeter Holding í árslok 2008 til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr af MP banka og stjórnarmönnum sparisjóðsins. Ákærðir eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka. Fram kemur í greinargerðunum að þremenningarnir hafi fundað um viðskiptafléttuna í húsakynnum MP banka daginn sem neyðarlögin voru sett, 6. október 2008. Lánið sem rann til Exeter Holdings, félags í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, átti upphaflega að vera til dótturfélags MP banka, Fleðu ehf. Því fyrirkomulagi var síðar breytt að frumkvæði MP banka. Jón Þorsteinn og Ragnar segjast hins vegar báðir hafa talið að þegar Exeter Holdings var kynnt til sögunnar af MP banka hefði það verið annað dótturfélag bankans og af þeim sökum hefði lánveitingin verið svo gott sem áhættulaus. Dótturfélag MP banka hefði enda aldrei orðið gjaldþrota. Kveðst Ragnar hafa heimilað að skipta um félag á grundvelli orða Jóns Þorsteins. Í greinargerð verjanda Jóns Þorsteins vísar hann allri ábyrgð á lánveitingum bankans yfir á Ragnar. Jón Þorsteinn hafi, sem stjórnarformaður, ekki haft nokkra heimild né aðstöðu til að lána fé Byrs – sparisjóðsstjórar tækju ákvarðanir um slíkt. Í greinargerð Ragnars er hins vegar sérstaklega vikið að öðru lánanna sem málið snýst um. Þar er fullyrt að Ragnar hafi hafnað beiðninni um lánið, ríflega 200 milljónir, en Jón Þorsteinn tekið fram fyrir hendurnar á honum og látið samþykkja hana í stjórn Byrs. Þetta segir verjandi Jóns Þorsteins ósannað. Styrmir Þór er ákærður fyrir hlutdeild í brotum hinna, og peningaþvætti með því að taka að endingu við fé frá þeim sem seldu stofnfjárbréfin til Exeter. Þeir höfðu á sínum tíma fengið lánað fyrir kaupunum frá MP banka og gátu greitt þau lán eftir söluna til Exeter. Verjandi hans hafnar ásökununum alfarið. „Engum getur dottið í hug – nema ef til vill sérstökum saksóknara – að það hafi verið hlutverk skjólstæðings míns að sjá um að starfsmenn og stjórnendur Byrs færu eftir þeim reglum sem um störf þeirra giltu,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi Styrmis. Hafi lánin verið ólögleg, sem sé ósannað, hafi Styrmir ekkert vitað um það heldur einungis tekið við greiðslu eins og eðlilegt hafi verið. stigur@frettabladid.is fyrsta mál sérstaks saksóknara. Jón Þorsteinn Jónsson, Ragnar Z. Guðjónsson, Styrmir Bragason Exeter Fréttir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira
Sakborningarnir þrír í svokölluðu Exeter-máli sérstaks saksóknara vísa hver á annan um ábyrgð á veigamiklum atriðum í málinu. Enginn þeirra telur þó að nokkur lög hafi verið brotin. Þetta kemur fram í greinargerðum verjendanna í málinu, sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Málið snýst um rúmlega milljarðs lán sem Byr veitti til félagsins Exeter Holding í árslok 2008 til kaupa á stofnfjárbréfum í Byr af MP banka og stjórnarmönnum sparisjóðsins. Ákærðir eru Jón Þorsteinn Jónsson, fyrrverandi stjórnarformaður Byrs, Ragnar Z. Guðjónsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri, og Styrmir Þór Bragason, fyrrverandi forstjóri MP banka. Fram kemur í greinargerðunum að þremenningarnir hafi fundað um viðskiptafléttuna í húsakynnum MP banka daginn sem neyðarlögin voru sett, 6. október 2008. Lánið sem rann til Exeter Holdings, félags í eigu Ágústs Sindra Karlssonar, átti upphaflega að vera til dótturfélags MP banka, Fleðu ehf. Því fyrirkomulagi var síðar breytt að frumkvæði MP banka. Jón Þorsteinn og Ragnar segjast hins vegar báðir hafa talið að þegar Exeter Holdings var kynnt til sögunnar af MP banka hefði það verið annað dótturfélag bankans og af þeim sökum hefði lánveitingin verið svo gott sem áhættulaus. Dótturfélag MP banka hefði enda aldrei orðið gjaldþrota. Kveðst Ragnar hafa heimilað að skipta um félag á grundvelli orða Jóns Þorsteins. Í greinargerð verjanda Jóns Þorsteins vísar hann allri ábyrgð á lánveitingum bankans yfir á Ragnar. Jón Þorsteinn hafi, sem stjórnarformaður, ekki haft nokkra heimild né aðstöðu til að lána fé Byrs – sparisjóðsstjórar tækju ákvarðanir um slíkt. Í greinargerð Ragnars er hins vegar sérstaklega vikið að öðru lánanna sem málið snýst um. Þar er fullyrt að Ragnar hafi hafnað beiðninni um lánið, ríflega 200 milljónir, en Jón Þorsteinn tekið fram fyrir hendurnar á honum og látið samþykkja hana í stjórn Byrs. Þetta segir verjandi Jóns Þorsteins ósannað. Styrmir Þór er ákærður fyrir hlutdeild í brotum hinna, og peningaþvætti með því að taka að endingu við fé frá þeim sem seldu stofnfjárbréfin til Exeter. Þeir höfðu á sínum tíma fengið lánað fyrir kaupunum frá MP banka og gátu greitt þau lán eftir söluna til Exeter. Verjandi hans hafnar ásökununum alfarið. „Engum getur dottið í hug – nema ef til vill sérstökum saksóknara – að það hafi verið hlutverk skjólstæðings míns að sjá um að starfsmenn og stjórnendur Byrs færu eftir þeim reglum sem um störf þeirra giltu,“ segir Ragnar H. Hall, verjandi Styrmis. Hafi lánin verið ólögleg, sem sé ósannað, hafi Styrmir ekkert vitað um það heldur einungis tekið við greiðslu eins og eðlilegt hafi verið. stigur@frettabladid.is fyrsta mál sérstaks saksóknara. Jón Þorsteinn Jónsson, Ragnar Z. Guðjónsson, Styrmir Bragason Exeter
Fréttir Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Erlent Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Útsending komin í lag Innlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fleiri fréttir Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Sjá meira