Mótmæli í hádeginu: Það stefnir allt í óefni 5. júlí 2010 10:39 Hörður Torfason þegar mótmælin stóðu sem hæst. „Það virðist allt stefna í óefni," segir Hörður Torfason, tónlistarmaður, en hann ætlar að sýna samstöðu og mótmæla í fyrir utan Seðlabankann í hádeginu í dag. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Seðlabankann vegna tilmæla bankans og FME varðandi vexti sem gengistryggðu lánin eigi að bera. Tilmælin hafa valdið mikilli úlfúð og er hart deilt hvort samningarnir eigi að bera samningsvextina eða ekki. Hörður var mjög áberandi í búsáhaldabyltingunni eftir hrun. Meðal annars skipulagði hann mótmælaröð þar sem mótmælt var á hverjum laugardegi í marga mánuði. Hörður segir þau mótmæli hafa tekið mikinn toll af honum. Svo mikinn í raun að hann lá beinlínis veikur á eftir. „Ég var í þessu dag og nótt og bar öll merki streitu og þreytu í kjölfarið," segir Hörður en hann kemur ekki að skipulagningu mótmælanna í hádeginu heldur voru þau auglýst á Facebook auk þess sem smáskilaboð hafa gengið manna á milli. Hörður segist hafa samúð með þeim sem hafa veri blekktir að hans sögn. Spurður hvort ný ríkisstjórn hafi valdið vonbrigðum segir Hörður að það sé í raun kerfið í heild sinni sem er bilað. „Það þarf nýja stjórnarskrá," segir Hörður. Mótmælin hefjast klukkan tólf á hádegi og er fólk hvatt til þess að mæta með búsáhöld. Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það virðist allt stefna í óefni," segir Hörður Torfason, tónlistarmaður, en hann ætlar að sýna samstöðu og mótmæla í fyrir utan Seðlabankann í hádeginu í dag. Boðað hefur verið til mótmæla fyrir utan Seðlabankann vegna tilmæla bankans og FME varðandi vexti sem gengistryggðu lánin eigi að bera. Tilmælin hafa valdið mikilli úlfúð og er hart deilt hvort samningarnir eigi að bera samningsvextina eða ekki. Hörður var mjög áberandi í búsáhaldabyltingunni eftir hrun. Meðal annars skipulagði hann mótmælaröð þar sem mótmælt var á hverjum laugardegi í marga mánuði. Hörður segir þau mótmæli hafa tekið mikinn toll af honum. Svo mikinn í raun að hann lá beinlínis veikur á eftir. „Ég var í þessu dag og nótt og bar öll merki streitu og þreytu í kjölfarið," segir Hörður en hann kemur ekki að skipulagningu mótmælanna í hádeginu heldur voru þau auglýst á Facebook auk þess sem smáskilaboð hafa gengið manna á milli. Hörður segist hafa samúð með þeim sem hafa veri blekktir að hans sögn. Spurður hvort ný ríkisstjórn hafi valdið vonbrigðum segir Hörður að það sé í raun kerfið í heild sinni sem er bilað. „Það þarf nýja stjórnarskrá," segir Hörður. Mótmælin hefjast klukkan tólf á hádegi og er fólk hvatt til þess að mæta með búsáhöld.
Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira