Fyrrverandi ráðherrar, forstjóri FME og seðlabankastjórar sakaðir um vanrækslu Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. apríl 2010 11:27 Nefndin sakar ráðherra, forstjóra FME og seðlabankastjóra um vanrækslu í starfi. Mynd/ Vilhelm. Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, segir að aðgerðir stjórnvalda hafi verið of ómarkvissar þegar harðna tók á dalnum í hagkerfinu árið 2008. Hann segir að ráðherrar hafi einblínt of mikið á ímyndavanda bankanna í stað þess að einbeita sér að því að íslenska bankakerfið hafi verið allt of stórt. Páll sagði að fyrir lægi að á fundum ríkisstjórnar Íslands hafi, allt fram að falli bankanna, lítið verið rætt um stöðu bankanna og lausafjárkreppu. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson hafi sýnt af sér af sér vanrækslu. Sama eigi við um Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins og seðlabankastjórana þrjá sem störfuðu í aðdraganda falls bankanna. Þá sagði Páll að þrátt fyrir að stjórnarskráin gerði ráð fyrir því að ræða skuli mikilvæg mál í ríkisstjórn hafi þróunin orðið sú á síðustu árum að oddvitar ríkisstjórnar hafi fengið aukið vægi við ákvarðanatöku án þess að aðrir ráðherra tæku þátt í því. Páll gagnrýndi að þótt Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Geir Haarde forsætisráðherra hefðu fundað mörgum sinnum vegna vanda bankakerfisins árið 2008 hefði Björgvin G. Sigurðsson, ráðherra bankamála, ekki verið hafður með á þeim fundum. Mikið skorti á að unnið hafi verið að viðbúnaði vegna yfirvofandi efnahagsáfalls af hálfu stjórnvalda. Hins vegar tekur Rannsóknarnefndin fram að jafnvel þótt betur hefði verið vandað til verka árið 2008 hefði ef til vill ekki verið hægt að koma í veg fyrir að bankarnir féllu. Slíkur undirbúningur hefði þurft að koma til miklu fyrr. Hins vegar hefði mátt draga úr fallinu ef vandað hefði verið betur til verka árið 2008. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, segir að aðgerðir stjórnvalda hafi verið of ómarkvissar þegar harðna tók á dalnum í hagkerfinu árið 2008. Hann segir að ráðherrar hafi einblínt of mikið á ímyndavanda bankanna í stað þess að einbeita sér að því að íslenska bankakerfið hafi verið allt of stórt. Páll sagði að fyrir lægi að á fundum ríkisstjórnar Íslands hafi, allt fram að falli bankanna, lítið verið rætt um stöðu bankanna og lausafjárkreppu. Geir H. Haarde forsætisráðherra, Árni Mathiesen fjármálaráðherra og Björgvin G. Sigurðsson hafi sýnt af sér af sér vanrækslu. Sama eigi við um Jónas Fr. Jónsson, forstjóra Fjármálaeftirlitsins og seðlabankastjórana þrjá sem störfuðu í aðdraganda falls bankanna. Þá sagði Páll að þrátt fyrir að stjórnarskráin gerði ráð fyrir því að ræða skuli mikilvæg mál í ríkisstjórn hafi þróunin orðið sú á síðustu árum að oddvitar ríkisstjórnar hafi fengið aukið vægi við ákvarðanatöku án þess að aðrir ráðherra tæku þátt í því. Páll gagnrýndi að þótt Davíð Oddsson seðlabankastjóri og Geir Haarde forsætisráðherra hefðu fundað mörgum sinnum vegna vanda bankakerfisins árið 2008 hefði Björgvin G. Sigurðsson, ráðherra bankamála, ekki verið hafður með á þeim fundum. Mikið skorti á að unnið hafi verið að viðbúnaði vegna yfirvofandi efnahagsáfalls af hálfu stjórnvalda. Hins vegar tekur Rannsóknarnefndin fram að jafnvel þótt betur hefði verið vandað til verka árið 2008 hefði ef til vill ekki verið hægt að koma í veg fyrir að bankarnir féllu. Slíkur undirbúningur hefði þurft að koma til miklu fyrr. Hins vegar hefði mátt draga úr fallinu ef vandað hefði verið betur til verka árið 2008.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira