Lífið

Skírði eftir Mandela

Söngkonan skírði annan tvíburadrenginn sinn í höfuðið á Nelson Mandela.
Söngkonan skírði annan tvíburadrenginn sinn í höfuðið á Nelson Mandela.

Söngkonan Celine Dion, sem eignaðist tvíburadrengi fyrir viku, og eiginmaður hennar Rene Angelil hafa ákveðið að skíra þá Eddy og Nelson eftir upptökustjóranum Eddy Marnay og fyrrverandi forseta Suður-Afríku, Nelson Mandela, sem þau hittu fyrir tveimur árum.

„Eddy hefur verið mikill áhrifavaldur í lífi Celine og Rene,“ sagði fulltrúi Dion. „Rene sagði að á þeim fáu mínútum sem þau hefðu átt með Nelson Mandela hefðu þau heillast mjög af þeim manni sem hann hefði að geyma.“ Dion og Angelil eiga fyrir níu ára son sem heitir Rene-Charles.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.