Siglufjörður kemst inn á þúsundir þýskra heimila 31. október 2010 14:00 Ragnar Jónasson er ánægður með að bók hans Snjóblinda og þar með Siglufjörður komist inn á heimili þýskra lesenda. fréttablaðið/stefán „Þetta kom mér skemmtilega á óvart. Ég er í sjöunda himni með þetta,“ segir glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson. Þýska forlagið Fischer Verlag, sem hefur á sínum snærum glæpahöfunda á borð við Henning Mankell og Jens Lapidus, hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Snjóblindu, annarri bók Ragnars sem er nýkomin út hér á landi. Fjórar af helstu bókaútgáfum Þýskalands bitust um réttinn en á endanum hreppti hið virta Fischer Verlag hnossið. Snjóblinda verður aðaltromp kiljuforlags Fischer næsta haust þegar Ísland verður heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt. „Ég er ánægðastur með að koma Siglufirði, því sagan gerist þar, inn á heimili þýskra lesenda. Ég vona að Þjóðverjarnir verði eins hrifnir af Siglufirði og ég er. Ég nota eiginlega hvert tækifæri til að fara norður því ég á ættir að rekja þangað,“ segir Ragnar. „Það gladdi mig sérstaklega á miðvikudaginn þegar málin fóru að gerast mjög hratt, að það var á afmælisdegi afa míns og nafna, Þ. Ragnars Jónassonar,“ útskýrir höfundurinn en afi hans og amma létust fyrir nokkrum árum. „Mig grunar að hann hafi nú eitthvað verið að fylgjast með þessu,“ segir hann og hlær. „Amma og afi bjuggu á Siglufirði og ég heimsótti þau nánast á hverju sumri. Þau eiga mikinn þátt í því að ég er að skrifa sögu um Siglufjörð þannig að þetta var allt mjög viðeigandi.“ Ragnar heimsótti Siglufjörð fyrir skömmu og las upp úr nýju bókinni í leikhúsi bæjarins þar sem gamall maður dettur niður stiga og deyr í bókinni. „Ég fór þarna upp á svalirnar í leikhúsinu þar sem stiginn er og las þar fyrir gesti,“ segir Ragnar, sem áritaði bókina vel og lengi í framhaldinu. „Mér þykir vænt um það að Siglfirðingar taki henni vel því maður notar bæinn þeirra sem sögusvið.“ Þjóðverjar og Siglfirðingar eru ánægðir með Snjóblindu en bókagagnrýnendur Kiljunnar í Sjónvarpinu voru ekki alveg á sama máli. Aðspurður segist Ragnar reyna að taka mark á þeim ábendingum sem gagnrýnendur setja fram. „Maður tekur því alltaf sem bent er á og reynir að nýta það í næstu bók.“ freyr@frettabladid.is Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
„Þetta kom mér skemmtilega á óvart. Ég er í sjöunda himni með þetta,“ segir glæpasagnahöfundurinn Ragnar Jónasson. Þýska forlagið Fischer Verlag, sem hefur á sínum snærum glæpahöfunda á borð við Henning Mankell og Jens Lapidus, hefur tryggt sér útgáfuréttinn á Snjóblindu, annarri bók Ragnars sem er nýkomin út hér á landi. Fjórar af helstu bókaútgáfum Þýskalands bitust um réttinn en á endanum hreppti hið virta Fischer Verlag hnossið. Snjóblinda verður aðaltromp kiljuforlags Fischer næsta haust þegar Ísland verður heiðursgestur á bókamessunni í Frankfurt. „Ég er ánægðastur með að koma Siglufirði, því sagan gerist þar, inn á heimili þýskra lesenda. Ég vona að Þjóðverjarnir verði eins hrifnir af Siglufirði og ég er. Ég nota eiginlega hvert tækifæri til að fara norður því ég á ættir að rekja þangað,“ segir Ragnar. „Það gladdi mig sérstaklega á miðvikudaginn þegar málin fóru að gerast mjög hratt, að það var á afmælisdegi afa míns og nafna, Þ. Ragnars Jónassonar,“ útskýrir höfundurinn en afi hans og amma létust fyrir nokkrum árum. „Mig grunar að hann hafi nú eitthvað verið að fylgjast með þessu,“ segir hann og hlær. „Amma og afi bjuggu á Siglufirði og ég heimsótti þau nánast á hverju sumri. Þau eiga mikinn þátt í því að ég er að skrifa sögu um Siglufjörð þannig að þetta var allt mjög viðeigandi.“ Ragnar heimsótti Siglufjörð fyrir skömmu og las upp úr nýju bókinni í leikhúsi bæjarins þar sem gamall maður dettur niður stiga og deyr í bókinni. „Ég fór þarna upp á svalirnar í leikhúsinu þar sem stiginn er og las þar fyrir gesti,“ segir Ragnar, sem áritaði bókina vel og lengi í framhaldinu. „Mér þykir vænt um það að Siglfirðingar taki henni vel því maður notar bæinn þeirra sem sögusvið.“ Þjóðverjar og Siglfirðingar eru ánægðir með Snjóblindu en bókagagnrýnendur Kiljunnar í Sjónvarpinu voru ekki alveg á sama máli. Aðspurður segist Ragnar reyna að taka mark á þeim ábendingum sem gagnrýnendur setja fram. „Maður tekur því alltaf sem bent er á og reynir að nýta það í næstu bók.“ freyr@frettabladid.is
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira