Innlent

Gunnar segist hafa kastað hnífnum í höfnina

Kafarar að leita að morðvopninu í Hafnarfjarðarhöfn í dag.
Kafarar að leita að morðvopninu í Hafnarfjarðarhöfn í dag.

Gunnar Rúnar Sigurþórsson sem hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana hefur vísað lögreglunni á smábátahöfnina í Hafnarfirði þar sem hann segist hafa kastað morðvopninu.



Leit að morðvopninu stóð yfir síðdegis í dag og naut lögreglan aðstoðar kafara frá sérsveit ríkislögreglustjóra við leitina.



Lögreglan vill ekki upplýsa um hvaða ástæður Gunnar Rúnar hafi gefið fyrir því að hafa banað Hannesi, en eins og fram hefur komið var hann afar hugfanginn af kærustu hins látna en þau voru æskuvinir.



Lögreglan vildi ekki svara því á blaðamannafundinum í dag hvort Gunnar Rúnar hefði verið samvinnuþýður. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að ekki liggi enn fyrir niðurstöður úr DNA-sýni úr blóði sem fannst á skóm Gunnars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×