Innlent

Senda út Good Morning America frá Eyjafjallajökli

Þáttastjórnendur hins geysivinsæla bandaríska morgunþáttar Good Morning America eru væntanlegir hingað til lands en til stendur að senda út hluta þáttarins á mánudaginn kemur frá Eyjafjallajökli. Þættinum er stjórnað af þeim Robin Roberts og George Stephanopoulos og er hann á dagkskrá á hverjum virkum degi á ABC sjónvarpsstöðinni í Bandaríkjunum.

Til stóð að taka upp efni í þáttinn við Eldgosið á Fimmvörðuhálsi en þegar það fjaraði út í vikunni voru þær hugmyndir slegnar af. Þær gengu hinsvegar í endurnýjun lífdaga í örlítið breyttri mynd þegar mun stærra gos upphófst í Eyjafjallajökli.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×