Innlent

Um 550 hundar eru óskráðir í Reykjavík

Heilbrigðiseftirlitinu berst margar kvartanir um lausagöngu hunda.
Heilbrigðiseftirlitinu berst margar kvartanir um lausagöngu hunda. Fréttablaðið/stefán
Talið er að um 550 óskráðir hundar séu í Reykjavík.

Skráðir hundar í Reykjavík eru um 2.200 en að sögn Árnýjar Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, má gera ráð fyrir að í viðbót séu um 25 prósent óskráðir hundar.

Heilbrigðiseftirlitinu berst margar kvartanir um lausagöngu hunda í borginni en tólf hundsbit voru tilkynnt í fyrra.

Árný segir nokkurn ama af lausum hundum, bæði fyrir fólk sem er hrætt við hunda og aðra sem hugnast ekki að hundar gangi lausir á almenningssvæðum á borð við Klambratún og Arnarhól. Hún beinir þeim tilmælum til hundaeigenda að virða lög og hafa hundana í taumi innan borgarmarka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×