Innlent

Lögreglan „skaut skjólshúsi" yfir ógæfumenn í nótt

Nóttin var róleg hjá lögreglunni í Reykjavík.
Nóttin var róleg hjá lögreglunni í Reykjavík.

Fimm gistu fangageymslur í Reykjavík í nótt; tveir vegna ölvunarástands auk þriggja útigangsmanna sem þurftu aðstoðar við. Að sögn vakthafandi lögreglumanns þarf lögreglan reglulega að „aðstoða menn sem þurfi að hýsa, ekki síst skömmu eftir mánaðarmót," og á þar við að lögreglan leyfi útigangsmönnum að sofa úr sér í fangageymslum.

Þá voru tveir ökumenn teknir grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna og tveir fyrir ölvun við akstur.

Nóttin var að mestu róleg hjá lögreglunni á Akureyri, að sögn vakthafandi varðstjóra, en þó var einn ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Var ökumanninum sleppt að lokinni skýrslutöku og sýnatöku, en þurfti þó að útvega annan ökumann fyrir bíl sinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×