Innlent

Demókratar skila styrk Helgu og Bedi

í góðum félagsskap Helga og Bedi sitja fyrir á mynd með Bandaríkjaforseta.
í góðum félagsskap Helga og Bedi sitja fyrir á mynd með Bandaríkjaforseta.

Helga Ingvarsdóttir og Vickram Bedi, parið sem grunað er um að hafa svikið allt að 20 milljónir Bandaríkjadala út úr bandaríska auðkýfingnum og djasspíanistanum Roger Davidson, gáfu 20 þúsund dali í kosningasjóð Demókrataflokksins fyrr í ár. Við það tækifæri sátu þau fyrir á mynd með Barack Obama Bandaríkjaforseta.

Bandarískir fjölmiðlar fjölluðu um málið í gær og höfðu samband við Hvíta húsið. Þar fengust þær upplýsingar að vegna fjársvikamálsins yrði styrkurinn látinn renna til góðgerðamála.

Parið er sakað um að spinna ótrúlega lygasögu um vírus frá Hondúras, indverskan hermann og valdasjúka pólska presta úr reglunni Opus Dei og nota hana til að hræða Davidson og fá hann til að moka í þau fé.

Bedi veitti vefnum Journal News viðtal úr fangelsinu í gær. Þar fullyrðir hann að Davidson ljúgi. Davidson sé ofsóknaróður skattsvikari og klámhundur sem hafi gefið parinu stórfé fyrir að endurheimta 30 ára tónsmíðasafn af hrundum hörðum diski.

- sh

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×