Átta af hverjum tíu Íslendingum skráðir á Facebook Atli Fannar Bjarkason skrifar 30. desember 2010 13:00 Eins og sést á þessum tölum er notkun Íslendinga á samskiptavefnum Facebook orðin miklu meiri en nokkurn hefði grunað fyrir ári síðan. „Facebook er mikið framfaraspor og síðan er oft ekki metin að verðleikum í opinberri umræðu," segir Andrés Jónsson almannatengill. Um 265.420 Íslendingar eru skráðir á Facebook. Þetta kemur fram í umfjöllun Time um Mark Zuckerberg, stofnanda samskiptasíðunnar, sem er maður ársins hjá tímaritinu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. desember eru Íslendingar 318.236. Það þýðir að 83 prósent þjóðarinnar hafa skráð sig á Facebook, en hlutfallið er með því hæsta í heiminum. „Stóra breytingin er sú að við erum sjálfviljug að gefa eftir persónuupplýsingar og fáum á móti aðgang að þessu tæki til þess að geta fylgst með fólki í kringum okkur," segir Andrés. „Ég kalla þetta stafræna nánd. Það er jákvætt vegna þess að nánd er alltaf góð." Notendafjöldi Facebook óx gríðarlega hratt á árinu sem er að líða. Í sumar fór fjöldi notenda á heimsvísu yfir 500 milljónir og í dag eru þeir rúmlega 580 milljónir. Íslenskir notendur voru um 150.000 í fyrra og það er því ljóst að algjör sprenging varð í fjölda íslenskra notenda á árinu. „Mér finnst þetta vera jákvæð þróun. En eins og með allar breytingar þá felur hún í sér einhverja aðlögun - tímabundna erfiðleika," segir Andrés. Þar vísar hann meðal annars í að á árinu bárust fréttir af því að Facebook sé í auknum mæli tiltekin sem ástæða hjónaskilnaða. Andrés segir vandamálið tímabundið og tekur sem dæmi að fyrstu bílarnir hafi verið hættulegri en þeir sem eru framleiddir í dag. „Ég held að Facebook muni á endanum leiða til fækkunar á hjónaskilnuðum," segir hann. „Fólk hefur betri upplýsingar í makaleitinni - líkurnar á því að hitta á hinn rétta eru meiri." Þá hafa kennarar kvartað undan því að með aukinni Facebook-notkun minnki athygli nemenda. „Facebook og sams konar félagsmiðlar hafa aukið truflun á athygli okkar," segir Andrés. „Ég held að það verði erfiðasta aðlögunin - að koma einhverju í verk með þessari sífeldu truflun."Mögnuð mynd sem Facebook sendi frá sér í byrjun desember. Hér hafa vinatengsl milli þjóða verið teiknuð inn á heimskoritið. Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
„Facebook er mikið framfaraspor og síðan er oft ekki metin að verðleikum í opinberri umræðu," segir Andrés Jónsson almannatengill. Um 265.420 Íslendingar eru skráðir á Facebook. Þetta kemur fram í umfjöllun Time um Mark Zuckerberg, stofnanda samskiptasíðunnar, sem er maður ársins hjá tímaritinu. Samkvæmt tölum Hagstofunnar frá 1. desember eru Íslendingar 318.236. Það þýðir að 83 prósent þjóðarinnar hafa skráð sig á Facebook, en hlutfallið er með því hæsta í heiminum. „Stóra breytingin er sú að við erum sjálfviljug að gefa eftir persónuupplýsingar og fáum á móti aðgang að þessu tæki til þess að geta fylgst með fólki í kringum okkur," segir Andrés. „Ég kalla þetta stafræna nánd. Það er jákvætt vegna þess að nánd er alltaf góð." Notendafjöldi Facebook óx gríðarlega hratt á árinu sem er að líða. Í sumar fór fjöldi notenda á heimsvísu yfir 500 milljónir og í dag eru þeir rúmlega 580 milljónir. Íslenskir notendur voru um 150.000 í fyrra og það er því ljóst að algjör sprenging varð í fjölda íslenskra notenda á árinu. „Mér finnst þetta vera jákvæð þróun. En eins og með allar breytingar þá felur hún í sér einhverja aðlögun - tímabundna erfiðleika," segir Andrés. Þar vísar hann meðal annars í að á árinu bárust fréttir af því að Facebook sé í auknum mæli tiltekin sem ástæða hjónaskilnaða. Andrés segir vandamálið tímabundið og tekur sem dæmi að fyrstu bílarnir hafi verið hættulegri en þeir sem eru framleiddir í dag. „Ég held að Facebook muni á endanum leiða til fækkunar á hjónaskilnuðum," segir hann. „Fólk hefur betri upplýsingar í makaleitinni - líkurnar á því að hitta á hinn rétta eru meiri." Þá hafa kennarar kvartað undan því að með aukinni Facebook-notkun minnki athygli nemenda. „Facebook og sams konar félagsmiðlar hafa aukið truflun á athygli okkar," segir Andrés. „Ég held að það verði erfiðasta aðlögunin - að koma einhverju í verk með þessari sífeldu truflun."Mögnuð mynd sem Facebook sendi frá sér í byrjun desember. Hér hafa vinatengsl milli þjóða verið teiknuð inn á heimskoritið.
Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira