Innlent

Danskir fjölmiðlar fjalla um uppnámið í Færeyjum

Allir helstu fjölmiðlar Danmerkur fjalla í dag um deiluna sem komin er upp vegna ákvörðunar þingmannsins Jenis av Rana að afþakka boð í kvöldverð til heiðurs Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra.

Það kemur ekki á óvart að Ekstra Bladet gengur einna lengst í umfjöllun sinni en á vefsíðu blaðsins segir að upp sé komin minniháttar milliríkjadeila í samskiptum Íslands og Færeyjar vegna þessa máls.

Bæði Politiken og Jyllands Posten eru hinsvegar öllu hófstilltari í umfjöllun sinni um málið. Ekstra Bladet kallar Jenis av Rana öfgahægrimann en hann er leiðtogi Miðflokksins í Færeyjum og þekktur fyrir bókstafstrú sína á biblíunni og að samkynheigð sé glæpur gegn guði og hinni helgu bók. Þá er þess einnig getið að Jenis sé alfarið á móti fóstureyðingum.

Umfjöllun Politiken og Jyllands Posten er á líkum nótum en þau blöð fjalla hlutlaust um málið og greina aðeins frá helstu málavöxtum auk þess að vitna í það sem Jenis hefur sagt opinberlega.

Í morgun mátti svo sjá á færeyskum vefmiðlum að þar á bæ eru menn lítt hrifnir af því að málið er komið í danska fjölmiðla enda sé þar gefið í skyn að færeyska þjóðin sé þröngsýn og afturhaldssöm.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×