Ímynd Bandaríkjanna talin í hættu 6. desember 2010 03:30 Íslensk kona varð þar fyrir óskemmtilegri reynslu í desember 2007. nordicphotos/afp Í skýrslum bandaríska sendiráðsins kemur fram að Carol van Voorst sendiherra hafi haft nóg að gera eftir að íslensk kona varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera handtekin við komu sína til New York í desember 2007. Konan var látin dúsa heila nótt í eins konar fangageymslu á flugvellinum og síðan send heim daginn eftir vegna þess að hún var ekki með rétta vegabréfsáritun. Hún var flutt fram og til baka í hand- og fótjárnum, og var málið tekið upp hér á landi bæði í fjölmiðlum og af stjórnvöldum, sem heimtuðu skýringar. Van Voorst sendiherra tekur málið greinilega alvarlega, en ekki endilega vegna þess hvað gerðist heldur vegna þess að málið er áberandi í fréttum á Íslandi og skaðar ímynd Bandaríkjanna meðal Íslendinga. „Við deilum því mati hennar að þetta atvik án tillits til þess hvað gerðist sé alvarlegt áfall fyrir ímynd Bandaríkjanna á Íslandi," skrifar van Voorst. „Það er mikilvægt að við komum þessari frétt af forsíðunum með því að útlista nánar hvað gerðist við handtökuna og hafa aftur samband við íslensk stjórnvöld eins fljótt og hægt er." Þann 19. desember er skýrt frá því að Stewart Baker, aðstoðarráðherra í heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna, hafi skrifað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur bréf, þar sem fullyrt er að farið hafi verið vandlega yfir atburðina. Baker segist í því bréfi harma það sem gerðist og lofar því að vinnubrögð verði endurskoðuð. Van Voorst sendiherra segir síðan að við konuna sjálfa hafi verið rætt í síma, þar sem hún segist ánægð með að bandaríska heimavarnaráðuneytið skuli ætla að endurskoða vinnubrögð sín með hliðsjón af þeirri reynslu, sem hún lenti í. - gb WikiLeaks Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Í skýrslum bandaríska sendiráðsins kemur fram að Carol van Voorst sendiherra hafi haft nóg að gera eftir að íslensk kona varð fyrir þeirri óskemmtilegu reynslu að vera handtekin við komu sína til New York í desember 2007. Konan var látin dúsa heila nótt í eins konar fangageymslu á flugvellinum og síðan send heim daginn eftir vegna þess að hún var ekki með rétta vegabréfsáritun. Hún var flutt fram og til baka í hand- og fótjárnum, og var málið tekið upp hér á landi bæði í fjölmiðlum og af stjórnvöldum, sem heimtuðu skýringar. Van Voorst sendiherra tekur málið greinilega alvarlega, en ekki endilega vegna þess hvað gerðist heldur vegna þess að málið er áberandi í fréttum á Íslandi og skaðar ímynd Bandaríkjanna meðal Íslendinga. „Við deilum því mati hennar að þetta atvik án tillits til þess hvað gerðist sé alvarlegt áfall fyrir ímynd Bandaríkjanna á Íslandi," skrifar van Voorst. „Það er mikilvægt að við komum þessari frétt af forsíðunum með því að útlista nánar hvað gerðist við handtökuna og hafa aftur samband við íslensk stjórnvöld eins fljótt og hægt er." Þann 19. desember er skýrt frá því að Stewart Baker, aðstoðarráðherra í heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna, hafi skrifað Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur bréf, þar sem fullyrt er að farið hafi verið vandlega yfir atburðina. Baker segist í því bréfi harma það sem gerðist og lofar því að vinnubrögð verði endurskoðuð. Van Voorst sendiherra segir síðan að við konuna sjálfa hafi verið rætt í síma, þar sem hún segist ánægð með að bandaríska heimavarnaráðuneytið skuli ætla að endurskoða vinnubrögð sín með hliðsjón af þeirri reynslu, sem hún lenti í. - gb
WikiLeaks Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira