Innlent

Vill skýrslu um stöðu skuldara á Norðurlöndum

Allsherjarnefnd Alþingis hefur óskað eftir að félags- og tryggingamálaráðherra taki saman skýrslu um stöðu skuldara á Norðurlöndum.

Vill nefndin fá upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru á hinum Norðurlöndunum og hvernig þau hafa reynst. Enn fremur nákvæma greiningu á hverjir hafi nýtt sér þau og þá hvers vegna og skilyrði fyrir nýtingu þeirra.

Þá er óskað upplýsinga um reglur um verðtryggingu lána í nágrannaríkjunum auk þess sem spurt er hvort sambærileg embætti við umboðsmann skuldara séu starfrækt þar. - bþs





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×