Lífið

Clooney verðlaunaður

Leikarinn var heiðraður fyrir mannnúðarstarf sitt.
Leikarinn var heiðraður fyrir mannnúðarstarf sitt.

Hjartaknúsarinn George Clooney var fyrir skömmu heiðraður í hátíðlegu kvöldverðarboði í New York fyrir mannúðarstarf sitt. Verðlaunin nefnast Ripple of Hope og eru veitt af mannréttindasamtökum Roberts F. Kennedy.

Nick, faðir Clooney, var viðstaddur verðlaunaafhendinguna ásamt kærustu Clooney, Elisabettu Canalis. Leikarinn hefur lengi barist fyrir friði í Súdan. Hann tók upp heimildarmynd í landinu árið 2008 þar sem hann fjallaði um grimmdarverkin sem hafa átt sér stað í Darfur-héraði. Clooney hitti Barack Obama Bandaríkjaforseta nýlega og ræddi við hann um málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.